Sport

Ragnheiður í 19. sæti

Nítján ára gömul bandarísk stúlka, Kaitlin Sandeno, vann þrenn gullverðlaun á fyrsta keppnisdegi heimsmeistaramótsins í sprettsundi í Indianapolis í Bandaríkjunum. Sandeno sigraði í 200 metra flugsundi og 400 metra fjórsundi og var í sveit Bandaríkjamanna sem sigraði í 4x200 metra skriðsundi. Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps sigraði í 200 metra skriðsundi og var í sveit Bandaríkjanna sem sigraði í 4x100 metra skriðsundi. Ragnheiður Ragnarsdóttir keppir í dag í 100 metra fjórsundi og 100 metra skriðsundi. Hún varð í 19. sæti af 39 keppendum í 50 metra bringusundi í gær. Hjörtur Már Reynisson varð í 21. sæti af 69 keppendum í 100 metra flugsundi í gær en hann keppir í 50 metra flugsundi á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×