Menn sáttir við Viggó 8. október 2004 00:01 Viggó Sigurðsson er nýráðinn þjálfari íslenska handboltalandsliðsins. Viggó á glæsilegan feril að baki sem þjálfari, hvort sem litið er til afreka hans hér heima eða á erlendri grundu. Hann tekur við af Guðmundi Guðmundssyni sem hefur ákveðið að hvíla sig alfarið á handknattleik um óákveðinn tíma.Fréttablaðið setti sig í samband við fimm leikmenn og þjálfara og almennt ríkti mikil sátt með ráðningu Viggós. Voru viðmælendur sammála um að auðséð væri að breytinga hefði verið þörf og að töluverð þreyta hefði verið kominn í landsliðshópinn. Viggó hristir upp í HSÍ "Ég er mjög ánægður með þetta allt saman. Ég heyrði í Viggó í fréttunum og þetta hljómaði eins og talað út úr mínum munni. Það er bara vonandi að staðið verði við stóru orðin. Viggó mun væntanlega hleypa nýjum, yngri mönnum að og ef ég þekki hann rétt mun hann hrista ærlega upp í HSÍ en það er vissulega kominn tími á það. Þetta sést best á því að mótið er löngu komið af stað en það veit ekki kjaftur af því. Það eru eingöngu þeir sem fylgjast náið með boltanum sem vita hvað er að gerast. Það eru engar auglýsingar um leiki, það er ekki styrktaraðili að mótinu og það er ekki kynningarbæklingur að mótinu, eins og var hér áður. Þá fór þetta ekki framhjá fólki og menn biðu spenntir eftir handboltavertíðinni. En vonandi mun Viggó beita sínum áhrifum þarna inni og þá gætu hlutirnir komist á skrið. Hann er þekktur fyrir að hrista upp í hlutunum og verður það vonandi uppi á teningnum eftir að hann er kominn á fulla ferð. Við getum bara litið yfir á KSÍ, hvernig hlutirnir eru gerðir þar, og þó svo að við erum orðnir of seinir með þetta þá verðum við að hysja upp um okkur buxurnar. Viggó á eftir að spjara sig vel í starfinu. Hann hefur margsannað sig sem þjálfari, hefur unnið marga titla og hann er þessi karakter sem vill ná langt í hvert einasta skipti," sagði Sigurður Bjarnason, þjálfari Stjörnunnar. Guðmundur kominn á endastöð "Ég er mjög sáttur við ráðningu Viggós. Ég held að hann hafi verið besti og hæfasti kosturinn í stöðunni þegar Guðmundur hætti. Ég býst við töluverðum breytingum hjá Viggó miðað við hvernig hann gagnrýndi Guðmund. Það eru líka ákveðin kynslóðaskipti í gangi hjá liðinu þannig að það verður spennandi að sjá hvernig þetta þróast. ég held að Guðmundur hafi hafi verið kominn að endastöð með liðið. Það gekk illa hjá liðinu tvö mót í röð og staðan var eiginlega orðin þannig að það skipti litlu máli hvað hann gerði - það var allt ómögulegt. Ég hef trú á því að Viggó nái árangri með þetta. Hann hefur verið sigursæll þar sem hann hefur starfað og ég á von á því að það verði framhald á. Það veltur að sjálfsögðu að einhverju leyti á því hvaða mannskap hann hefur úr moða og hvort Ólafur Stefánsson verði með en það hefur verið andleysi í liðinu að undanförnu og ég treysti því að Viggó hristi upp í því," sagði Héðinn Gilsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi aðstoðarþjálfari HK. Engir vinaleikir "Þetta er mjög fínt val. Viggó var, ásamt Geir Sveinssyni, besti kosturinn í þetta starf. Báðir eru menn sem hafa mikinn kjark og eru mjög hæfir í starfið. Tíminn verður að leiða í ljós hvaða breytingar Viggó gerir en af minni reynslu að dæma er Viggó mjög góður þjálfari. Lið undir hans stjórn hafa yfirleitt spilað mjög fjölbreyttan og góðan sóknarleik og erfitt fyrir andstæðinginn að finna lausn við sóknarleik liðanna sem hann þjálfar. Þetta er náttúrlega maður sem þorir og getur og er óhræddur við að segja sína skoðun. Hann er ekkert í neinum vinaleik heldur. Ef menn standa sig, þá eru þeir inni, og ef þeir standa sig ekki, þá eru þeir úti. Viggó hefur alltaf staðið þannig að málum og skiptir engu máli með einhver vinatengsl. Ef menn standa sig ekki, þá þorir hann að segja þeim það og henda þeim út," sagði Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka. Sterkur sóknarlega séð "Þessi ráðning leggst vel í mig. Það leyndi sér ekki að Viggó sýndi þessu starfi áhuga síðustu misseri. Ég er alveg handviss á því að hann er tilbúinn í þetta verkefni. Báðir kandidatar voru álitlegir og það hefur verið erfitt fyrir HSÍ að velja á milli Geirs og Viggós. Það eiga eðlilega eftir að koma breytingar með nýjum þjálfara og Viggó hefur náð góðum árangri. Og hann er sérstaklega sterkur sóknarlega séð og leikur liðsins mun bera þann keim þegar allt er komið í gang. Svo er líklegt að einhverjar breytingar verði gerðar á hópnum. Það var almennt komin þreyta í hópinn og samstarfið og því var breytinga þörf, því miður. Það er eins og gengur og gerist með allt sem maður tekur sér fyrir hendur en það má ekki í þessum geira, sérstaklega ekki til langs tíma," sagði Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR. Viggó með mikinn árangur "Mér líst ágætlega á Viggó. Hann er þrautreyndur þjálfari sem hefur náð miklum árangri þannig að ég get ekki verið annað en bjartsýnn fyrir hönd landsliðsins og hans sjálfs. Ég held að það verði, eins og með aðra þjálfara, mikill ferskleiki með komu Viggós fyrstu eitt-tvö árin, og eftir það þá reynir einna mest á þjálfarann að halda dampinum. Við eigum örugglega eftir að sjá einhverjar breytingar. En það fer fyrst að reyna á hann eftir 2-3 ár. Þetta hefur gerst með síðustu þjálfurum, fyrstu árin fín en svo hefur eitthvað klikkað. Það virtist vera einhver þreyta undir það síðasta og það sýndi sig á síðustu tveimur mótum. En það kom mér að minnsta kosti þannig fyrir sjónir. Þjálfarar verða að vera á tánum þegar svoleiðis brestur, og eins leikmenn, þeir verða að vera sjálfsgagnrýnir. Ég held að það sé samspil þessa tveggja þátta sem skipti máli," sagði Reynir Þór Reynisson, markmaður Víkinga. Íþróttir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands Sjá meira
Viggó Sigurðsson er nýráðinn þjálfari íslenska handboltalandsliðsins. Viggó á glæsilegan feril að baki sem þjálfari, hvort sem litið er til afreka hans hér heima eða á erlendri grundu. Hann tekur við af Guðmundi Guðmundssyni sem hefur ákveðið að hvíla sig alfarið á handknattleik um óákveðinn tíma.Fréttablaðið setti sig í samband við fimm leikmenn og þjálfara og almennt ríkti mikil sátt með ráðningu Viggós. Voru viðmælendur sammála um að auðséð væri að breytinga hefði verið þörf og að töluverð þreyta hefði verið kominn í landsliðshópinn. Viggó hristir upp í HSÍ "Ég er mjög ánægður með þetta allt saman. Ég heyrði í Viggó í fréttunum og þetta hljómaði eins og talað út úr mínum munni. Það er bara vonandi að staðið verði við stóru orðin. Viggó mun væntanlega hleypa nýjum, yngri mönnum að og ef ég þekki hann rétt mun hann hrista ærlega upp í HSÍ en það er vissulega kominn tími á það. Þetta sést best á því að mótið er löngu komið af stað en það veit ekki kjaftur af því. Það eru eingöngu þeir sem fylgjast náið með boltanum sem vita hvað er að gerast. Það eru engar auglýsingar um leiki, það er ekki styrktaraðili að mótinu og það er ekki kynningarbæklingur að mótinu, eins og var hér áður. Þá fór þetta ekki framhjá fólki og menn biðu spenntir eftir handboltavertíðinni. En vonandi mun Viggó beita sínum áhrifum þarna inni og þá gætu hlutirnir komist á skrið. Hann er þekktur fyrir að hrista upp í hlutunum og verður það vonandi uppi á teningnum eftir að hann er kominn á fulla ferð. Við getum bara litið yfir á KSÍ, hvernig hlutirnir eru gerðir þar, og þó svo að við erum orðnir of seinir með þetta þá verðum við að hysja upp um okkur buxurnar. Viggó á eftir að spjara sig vel í starfinu. Hann hefur margsannað sig sem þjálfari, hefur unnið marga titla og hann er þessi karakter sem vill ná langt í hvert einasta skipti," sagði Sigurður Bjarnason, þjálfari Stjörnunnar. Guðmundur kominn á endastöð "Ég er mjög sáttur við ráðningu Viggós. Ég held að hann hafi verið besti og hæfasti kosturinn í stöðunni þegar Guðmundur hætti. Ég býst við töluverðum breytingum hjá Viggó miðað við hvernig hann gagnrýndi Guðmund. Það eru líka ákveðin kynslóðaskipti í gangi hjá liðinu þannig að það verður spennandi að sjá hvernig þetta þróast. ég held að Guðmundur hafi hafi verið kominn að endastöð með liðið. Það gekk illa hjá liðinu tvö mót í röð og staðan var eiginlega orðin þannig að það skipti litlu máli hvað hann gerði - það var allt ómögulegt. Ég hef trú á því að Viggó nái árangri með þetta. Hann hefur verið sigursæll þar sem hann hefur starfað og ég á von á því að það verði framhald á. Það veltur að sjálfsögðu að einhverju leyti á því hvaða mannskap hann hefur úr moða og hvort Ólafur Stefánsson verði með en það hefur verið andleysi í liðinu að undanförnu og ég treysti því að Viggó hristi upp í því," sagði Héðinn Gilsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi aðstoðarþjálfari HK. Engir vinaleikir "Þetta er mjög fínt val. Viggó var, ásamt Geir Sveinssyni, besti kosturinn í þetta starf. Báðir eru menn sem hafa mikinn kjark og eru mjög hæfir í starfið. Tíminn verður að leiða í ljós hvaða breytingar Viggó gerir en af minni reynslu að dæma er Viggó mjög góður þjálfari. Lið undir hans stjórn hafa yfirleitt spilað mjög fjölbreyttan og góðan sóknarleik og erfitt fyrir andstæðinginn að finna lausn við sóknarleik liðanna sem hann þjálfar. Þetta er náttúrlega maður sem þorir og getur og er óhræddur við að segja sína skoðun. Hann er ekkert í neinum vinaleik heldur. Ef menn standa sig, þá eru þeir inni, og ef þeir standa sig ekki, þá eru þeir úti. Viggó hefur alltaf staðið þannig að málum og skiptir engu máli með einhver vinatengsl. Ef menn standa sig ekki, þá þorir hann að segja þeim það og henda þeim út," sagði Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka. Sterkur sóknarlega séð "Þessi ráðning leggst vel í mig. Það leyndi sér ekki að Viggó sýndi þessu starfi áhuga síðustu misseri. Ég er alveg handviss á því að hann er tilbúinn í þetta verkefni. Báðir kandidatar voru álitlegir og það hefur verið erfitt fyrir HSÍ að velja á milli Geirs og Viggós. Það eiga eðlilega eftir að koma breytingar með nýjum þjálfara og Viggó hefur náð góðum árangri. Og hann er sérstaklega sterkur sóknarlega séð og leikur liðsins mun bera þann keim þegar allt er komið í gang. Svo er líklegt að einhverjar breytingar verði gerðar á hópnum. Það var almennt komin þreyta í hópinn og samstarfið og því var breytinga þörf, því miður. Það er eins og gengur og gerist með allt sem maður tekur sér fyrir hendur en það má ekki í þessum geira, sérstaklega ekki til langs tíma," sagði Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR. Viggó með mikinn árangur "Mér líst ágætlega á Viggó. Hann er þrautreyndur þjálfari sem hefur náð miklum árangri þannig að ég get ekki verið annað en bjartsýnn fyrir hönd landsliðsins og hans sjálfs. Ég held að það verði, eins og með aðra þjálfara, mikill ferskleiki með komu Viggós fyrstu eitt-tvö árin, og eftir það þá reynir einna mest á þjálfarann að halda dampinum. Við eigum örugglega eftir að sjá einhverjar breytingar. En það fer fyrst að reyna á hann eftir 2-3 ár. Þetta hefur gerst með síðustu þjálfurum, fyrstu árin fín en svo hefur eitthvað klikkað. Það virtist vera einhver þreyta undir það síðasta og það sýndi sig á síðustu tveimur mótum. En það kom mér að minnsta kosti þannig fyrir sjónir. Þjálfarar verða að vera á tánum þegar svoleiðis brestur, og eins leikmenn, þeir verða að vera sjálfsgagnrýnir. Ég held að það sé samspil þessa tveggja þátta sem skipti máli," sagði Reynir Þór Reynisson, markmaður Víkinga.
Íþróttir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands Sjá meira