Sport

Markalaust í hálfeik á Möltu

Markalaust er í hálfleik í leik Íslendinga og Maltverja í 8. riðli undankeppni HM 2006. Íslendingar hafa verið mun meira með boltann en erfiðlega gengið að skapa sér færi, en tvö bestu færi fyrri háfleiks féllu heimönnum í skaut. Gylfi Einarsson fékk besta færi Íslendinga á 18. mínútu er hann skaut beint á markvörð Möltu af markteig. Sóknarleikur íslenska liðsins er helst til of hægur til þess að afgerandi marktækifæri skapist. Auk færis Gylfa á 18. mínútu fékk Heiðar Helgusson ágætis færi þremur mínútum síðar er hann skallaði langa sendingu Hermanns Hreiðarssonar framhjá markverði Möltu, en skallinn reyndist of laus og Maltverjar náðu að bægja hættunni frá. Leikaðferð Horst Hess, þjálfara Möltu, er hins vegar að ganga upp. Heimamenn spila þéttan varnaleik og beita skyndisóknum, en upp úr þeim hafa tvö bestu færi leiksins komið, skot í slá á 13. mínútut og dauðafæri Ivans Woods á 33. mínútu þar sem Árni Gautur varð tvívegis meistaralega efir að vörn Íslands opnaðist illa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×