Sport

Markalaus á Möltu í hálfleik

Það er markalaust í hálfleik hjá íslenska 21 árs landsliðinu í knattspyrnu sem keppir þessa stundina við Möltu í undankeppni Evrópumótsins. Íslenska liðið hefur verið sterkari aðilinn upp við markið en ekki náð að nýta sér ágæt færi í fyrri hálfleiknum og Möltubúar hafa ennfremur nýtt sér kæruleysi íslensku varnarmannanna og skapað sér nokkuð færi. FH-ingarnir Davíð Þór Viðarsson og Emil Hallfreðsson hafa verið bestu menn íslenska liðsins í fyrri hálfleiknum. Byrjunarlið Íslands er sett upp eftir leikkerfinu  4-4-2:  Bjarni Þórður Halldórsson er í markinu, Steinþór Gíslason og Henning Jónasson eru bakverðir, Sverrir Garðarsson og Sölvi Geir Ottesen eru miðverðir.  Emil Hallfreðsson og Viktor Bjarki Arnarsson eru á köntunum, Davíð Þór Viðarsson og Ólafur Ingi Skúlason eru inni á miðjunni.  Pétur Óskar Sigurðsson og Hörður Sveinsson eru fremstir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×