Sport

Stórsókn Íslendinga

Þegar hálftími er liðinn af leik Möltu og Íslendinga er staðan enn 0-0 en leikurinn fer nánast fram á vallarhelmingi Maltverja, svo mikil er sókn Íslendinga. Gylfi Einarsson fékk sannkallað dauðafæri á 18. mínútu er hann var einn á markteig en skaut beint á markmann Möltu. Besta færi leiksins hingað til fengu þó heimamenn er vörn Íslands opnaðist illa. Á 33. mínútu komst Ivan Woods aleinn inn fyrir vörn Íslendinga sem galopnaðist en Árni Gautur varði vel, Maltverjar náðu frákastinu en Árni varði aftur meistaralega. Heiðar Helguson var nálægt því að skora tíu mínútum áður er hann skallaði framhjá markverði Möltu eftir langa sendingu Hermanns Hreiðarssonar, en skallinn var of laus og heimamenn björguðu á línu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×