Fleiri fréttir

Báðir leikir innanhúss

Ljóst er að Ísland mun leika gegn Noregi í umspili um sæti í lokakeppni EM kvennalandsliða, sem fram fer í Englandi á næsta ári, og mun fyrri leikurinn fara fram hér á landi.

Aldrei lægri á FIFA-listanum

Íslenska knattspyrnulandsliðið er í 88. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins, en októberlistinn var kynntur hjá sambandinu í gær.

Leifur flautar ei meir

Intersportdeild karla í körfubolta hefst í kvöld en þar vantar þó einn mann sem hefur dæmt í nánast hverri umferð síðustu árin. Leifur Garðarsson körfuknattleiksdómari tilkynnti í fyrradag að hann hafi ákveðið að leggja flautuna á hilluna eftir 17 ára farsælan feril í dómgæslu.

Owen fær það óþvegið

Spænska íþróttablaðið <em>Marca </em>vandar enska landsliðsmanninum Michael Owen ekki kveðjurnar og segir að Owen hafi verið lélegasti maður vallarins þegar Real Madrid tapaði enn eina ferðina um helgina. Owen fær núll í einkunnagjöf blaðsins.

Arsenal spilar á Emirates Airlines

Enska knattspyrnufélagið Arsenal hefur gengið frá samningi við arabíska flugfélagið Emirates Airlines og nýji fótboltavöllur félagsins verður nefndur eftir flugfélaginu. Arsenal hættir að spila á Highbury-velli sínum og flytur á nýja völlinn í Ashburton Grove eftir tvö ár. Völlurinn tekur 60 þúsund áhorfendur.

4000 miðar seldir á Svíaleikinn

Nú er búið að selja tæplega fjögur þúsund miða á leik Íslendinga og Svía í undankeppni heimsmeistaramótsins en leikurinn verður á Laugardalsvelli annan miðvikudag. Sænsku framherjarnir sem væntanlega spila gegn Íslendingum hafa enn ekki tapað með liðum sínum í spænsku, ítölsku og ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.

Gylfi skoraði sjálfsmark

Gylfi Einarsson skoraði sjálfsmark í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi þegar Lilleström og Stabæk gerðu 1-1 jafntefli. Á 20. mínútu sótti Stabæk og Veigar Páll Gunnarsson skaut boltanum í Gylfa og knötturinn hafnaði í markinu.

Jóhannes Karl skoraði

Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði fyrir Leicester þegar liðið féll úr leik í ensku deildarbikarkeppninni í gærkvöldi. Markið skoraði Jóhannes úr vítaspyrnu. Mótherjarnir í Preston sigruðu 3-2. Richard Creswell skoraði öll mörk Preston-manna, þar af sigurmarkið í framlengingu.

Gautaborg upp að hlið Malmö

Hjálmar Jónsson lék allan leikinn þegar IFK Gautaborg komst upp að hlið Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gautaborg sigraði Djurgarden 2-0. Sölvi Geir Ottesen kom ekki við sögu hjá Djurgarden.

Best til New Jersey Nets

New Jersey Nets keypti í gær Travis Best frá Dallas Mavericks. Best hefur spilað níu ár í NBA-deildinni og alls leikið 632 leiki.

Grindavík kostur í stöðunni

Þær sögusagnir hafa verið lengi á kreiki að Guðjón Þórðarson sé á leið til Íslands að þjálfa á nýjan leik. Hann var fyrst orðaður við KR en eftir að félagið réð Magnús Gylfason hefur Guðjón þráfaldlega verið orðaður við lið Grindavíkur.

Klárast á næstu dögum

Stjórn Handknattleikssambands Íslands mun ganga frá ráðningu nýs landsliðsþjálfara í síðasta lagi í byrjun næstu viku. Þetta staðfesti Guðmundur Ingvarsson, formaður HSÍ, í samtali við Fréttablaðið í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur valið á milli Viggós Sigurðssonar og Geirs Sveinssonar eins og upphaflega var talið.

Sjö frá Real Madrid

Sjö leikmenn spænska stórliðsins Real Madrid eru á listanum yfir á 35 leikmenn sem Alþjóða knattspyrnusambandið hefur tilnefnt fyrir kjör knattspyrnumanns ársins hjá sambandinu.

Njarðvík spáð titlinum í körfunni

KKÍ hélt í gær sinn árlega blaðamannafund þar sem liðin í Intersportdeildinni voru kynnt til leiks sem og spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna um hvaða lið munu skara framúr í vetur.

EM 2008 í uppnámi

Lennart Johannsson, forseti knattspyrnusambands Evrópu, hefur tilkynnt knattspyrnusamböndum Sviss og Austurríkis að svo geti farið að úrslitakeppni Evrópumótsins eftir fjögur ár verði ekki haldin í þessum löndum. Stjórn Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, samþykkti í desember 2002 að úrslitakeppnin 2008 yrði í Sviss og Austurríki.

Nýr þjálfari ráðinn í vikunni?

Guðmundur Ingvarsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, segist vonast til þess að hægt verði að ganga frá ráðningu á landsliðsþjálfara í þessari viku. Guðmundur staðfestir að rætt hafi verið við Viggó Sigurðsson og Geir Sveinsson og rætt verði við einn eða tvo í viðbót eins og hann orðaði í samtali við íþróttadeild nú skömmu fyrir hádegi.

Landsliðið tilkynnt í dag

Íslenska landsliðið í knattspyrnu verður tilkynnt í dag en á laugardag mæta Íslendingar Möltumönnum ytra og miðvikudaginn 13. október verða Svíar mótherjar Íslendinga á Laugardalsvellinum. Ekki er reiknað með miklum breytingum frá leiknum við Ungverja í síðasta mánuði.

Vill eignast meirihluta Man. Utd

Bandaríski auðkýfingurinn Malcolm Glazer vill ná meirihluta í enska fótboltaliðinu Manchester United. Stjórn félagsins hefur staðfest að óformlegt tilboð hafi borist félaginu. Glazer á nítján prósenta hlut í félaginu en stuðningsmenn Manchester United eru lítt hrifnir af áhuga hans.

Els tók 2. sætið af Woods

Suðurafríski kylfingurinn Ernie Els náði í gær öðru sætinu á heimslistanum í golfi þegar hann sigraði á American Express mótinu á Írlandi. Vijay Singh er í fyrsta sæti á listanum en Els skaust upp fyrir Tiger Woods sem varð í níunda sæti á mótinu í Írlandi.

Dómarinn bað leikmenn afsökunar

Norski fótboltadómarinn Tom Henning Övrebo sá ástæðu til þess að biðja þálfara og leikmenn Brann afsökunar eftir leik Brann og Tromsö í norska fótboltanum í gær. Brann vann leikinn 1-0 en Övrebo dæmdi vítaspyrnu á Ólaf Örn Bjarnason, varnarmann Brann, í leiknum og þótti sá dómur umdeildur í meira lagi. Morten Pedersen skaut í þverslá.

Háðuleg útreið Real Madrid

Þess var ekki lengi að bíða að hálaunaðar stórstjörnur hins konunglega Real Madrid settu met af einhverju tagi. Nú er það staðfest að aldrei áður í 104 ára sögu félagsins hefur liðið skorað færri mörk eftir sex umferðir en félagið tapaði 0 - 1 fyrir Deportivo á heimavelli.

Ætla að verja titilinn

Meistarar meistaranna í kvennaflokki í körfuknattleik, fer fram í dag kl. 17 í Sláturhúsinu í Keflavík. Þar etja heimastúlkur kappi við KR úr Vesturbænum.

Njarðvík oftar haft betur

Í dag fer Meistarakeppni KKÍ fram í tíunda sinn. Báðir leikirnir fara fram í Sláturhúsinu í Keflavík, heimavelli Íslandsmeistara karla og kvenna. Í kvennaflokki mætir KR í heimsókn og etur kappi við Keflavíkurstúlkur en í karlaflokki taka heimamenn á móti nágrönnum sínum í Njarðvík.

48 og við teljum enn

Meistarar Arsenal átti ekki í vandræðum með að slátra Charlton, 4-0, á Highbury í ensku úrvalsdeildinni í gær og hafa nú leikið 48 leiki í röð í deildinni án þess að bíða lægri hlut.

Fallegasta stundin

"Ég lofaði sjálfum mér að koma hingað aftur og vinna eftir að ég tapaði bikarúrslitaleiknum fyrir tíu árum sem leikmaður Grindavíkur. Nú hefur það ræst og þetta er fallegasta stundin sem ég hef átt á Íslandi," sagði Milan Stefán Jankovic, þjálfari Keflvíkinga, í samtali við Fréttablaðið eftir að lærisveinar hans höfðu lagt KA að velli, 3-0, og tryggt félaginu sigur í VISA-bikar karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli í gær.

Getum verið stoltir

"Það er lítið hægt að segja við þessu. Þetta fór svona í dag og ég held að Keflvíkingar séu vel að sigrinum komnir. Ég óska þeim til hamingju með titilinn," sagði Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliði KA-manna, eftir leikinn í gær.

Sanngjarn sigur hjá Keflavík

"Það eru mikil vonbrigði að tapa þessum leik. Við spiluðum mjög illa í fyrri hálfleik og það var eins og við værum ekki tilbúnir í leikinn. Ég held að það hafi verið sanngjarnt að Keflavík fór með sigur af hólmi," sagði danski varnarmaðurinn Ronni Hartvig.

Toppurinn á ferlinum

Guðjón Antoníusson, hinn harðskeytti bakvörður Keflavíkurliðsins, var glaðbeittur þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir leikinn. Blaðamaður ræddi við Guðjón eftir sigurleik Kelfvíkinga á Fylkismönnum í átta liða úrslitum og þá lýsti hann því yfir að hann og félagar hans ætluðu sér að vinna titilinn.

Frábært að halda hreinu

"Þetta var alveg frábært að enda tímabilið með því að taka bikarinn. Það var að sjálfsögðu smá stress í manni þegar maður gekk út á völlinn en eftir að leikurinn var farinn í gang þá fann maður ekki fyrir því," sagði varnarmaðurinn Haraldur Guðmundsson sem átti mjög góðan leik í miðri vörn Keflavíkurliðsins sem spilaði allar 450 mínúturnar í VISA-bikarnum í sumar án þess að fá á sig mark. 

Sýndum þeim myndbönd frá 1997

Jakob Jónharðsson var fyrirliði Keflavíkur fyrir sjö árum þegar þeir unnu bikarkeppnina síðast en hann er nú aðstoðarþjálfari liðsins.

Vil spila áfram á Íslandi

Scott Ramsey fékk góða afmælisgjöf frá félögum hans í liðinu en þessi snjalli Skoti átti reyndar stóra þátt í gjöfunni með því að eiga mjög góðan leik og fiska vítið sem færði liðinu forustu í leiknum strax á elleftu mínútu.

Besta liðið eftir þrjú ár

Fyrirliði Keflavíkur, Zoran Daníel Ljubicic, var himinlifandi í leikslok eftir að fyrsti bikar Keflvíkingar í knattspyrnunni í sjö ár var kominn á loft.

Held að þeir vilji hafa mig áfram

Þórarinn Kristjánsson var vissulega tvisvar sinnum nálægt því að innsigla þrennuna sína í bikarúrlsitaleiknum gegn KA í gær en tvö mörk og bikarmeistaratitill hljóta að gera þennan dag af einum þeim bestu.

Heimir og Laufey best

Heimir Guðjónsson, FH, og Laufey Ólafsdóttir, Val, voru valin bestu leikmenn Íslandsmótsins í knattspyrnu á lokahófi KSÍ sem fór fram á Broadway í gærkvöldi. Emil Hallfreðsson, FH, og Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV, voru valin efnilegust.

Brown til sölu?

Sir Alex Ferguson, knattspyrnstjóri Manchester United, hefur í hyggju að setja varnarmanninn Wes Brown á sölulista, en sá síðarnefndi hafnaði nýlega samningstilboði frá United. Samningur Brown við United rennur út næsta sumar og vilja forráðamenn liðsins frekar selja kappann í janúar heldur en að fá ekkert fyrir hann í sumar.

Federer vann opna tælenska

Svisslendingurinn Roger Federer vann í gær opna tælenska meistaramótið með því að vinna Andy Roddick 6-4 og 6-0  í úrslitum. Federer, sem er í efsta sæti heimslistans, þurfti aðeins tæpan klukkutíma til að vinna viðureignina en Roddick spilaði meiddur, eftir að hafa meiðst í undanúrslitum gegn Rússanum Marat Safin.

Boro yfir í háfleik

Middlesbrough hefur komið á óvart í leik sínum gegn stórskotaliði Manchester United sem fram fer á heimavelli hinna síðarnefndu og hefur forystu í háfleik, 1-0. Það var Stuart Downing sem skoraði mark gestanna á 33. mínútu en ungstirnin Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo eru báðir í byrjunarliði United.

Milan og Juve unnu bæði

Sjö leikir fóru fram í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Juventus vann Udinese 1-0 á útivelli með marki Marcelo Zalayeta um miðjan síðari hálfeik. AC Milan vann Reggina á heimavelli sínum, San Siro, með þremur mörkum gegn einu þar sem Andryi Shevchenko hélt uppteknum hætti og skoraði tvö mörk. Juve leiðir deildina með 11 stig en Milan hefur 10 stig.

King farinn heim

KR-ingar hafa leyst bandaríska körfuboltamanninn Curtis King undan samningi. Eftir því sem fram kemur á heimasíðu körfuknattleiksdeild KR kom King að mála við forráðamenn liðsins fyrir helgi og óskaði eftir því að verða leystur undan samningi. KR-ingar eru þegar byrjaðir að leita að nýjum leikmanni enda stutt í að Íslandsmótið hefjist.

Markalaust á Brúnni

Hálfleikur er núna í viðureign Chelsea og Liverpool á heimavelli þeirra bláklæddu, Stamford Bridge. Hvorugu liði hefur tekist að skora það sem af er en heimamenn hafa óneitanlega verið sterkari aðilinn með Eið Smára Guðjohnsen og Damien Duff fremsta í flokki.

Jafnt á Old Trafford

Manchester United og Middlesbrough gerðu 1-1 jafntefli á heimavelli hinna fyrrnefnu í dag. Stuart Downing kom Boro yfir á 33. mínútu en Alan Smith jafnaði fyrir United 10 mínútum fyrir leikslok með skalla eftir fyrirgjöf Cristiano Ronaldo. Þá skildu Birmingham og Newcastle jöfn, 2-2.

UEFA varar Sviss og Austurríki við

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur hótað Svisslendingum og Austurríkismönnum að Evrópukeppni 2008 verði tekin af þeim. Forráðamenn UEFA eru mjög ósáttir við að Svisslendingum hefur láðst að hefja byggingu á nýjum leikvangi í Zurich, en það telur UEFA eitt skilyrða þess að keppnin fari fram í löndnunum tveimur.

Mourinho enn ósigraður

Chelsea vann Liverpool í dag með einu marki gegn engu. Joe Cole skoraði sigurmarkið um miðbik síðari hálfleiks, en Cole hafði komið inn á sem varamaður á 37. mínútu fyrir Didier Drogba sem fór út af meiddur. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea og átti fínan leik eins og reyndar allt lið Chelsea, sem vann verðskuldað.

Malone ekki tilbúinn

Körfuboltamaðurinn Karl Malone hefur sagt forráðamönnum L.A. Lakers að hann sé ekki tilbúinn fyrir keppni, en útilokaði ekki að hann gæti snúið aftur síðar á tímabilinu eða á næsta tímabili. Malone, sem er annar stigahæsti leikmaður í sögu NBA, er enn að jafna sig eftir aðgerð á hné, en hann meiddist í úrslitunum gegn Detroit í byrjun sumars.

Els vann á Írlandi

Suður-afríski kylfingurin Ernie Els vann í dag American Express heimsmótið sem fram fór í Kilkenny á Írlandi. Els hafði betur gegn Dananum Thomas Björn á lokasprettinum með því að setja niður sex feta pútt fyrir fugli á næstsíðustu holunni. Els lék síðasta hringinn á 69 höggum og lauk keppni á 18 höggum undir pari, einu færra en Björn.

Sjá næstu 50 fréttir