Sport

Byrjunarlið Íslands gegn Möltu

Landsliðsþjálfararnir Logi Ólafsson og Ásgeir Sigurvinsson hafa valið byrjunarlið Íslands sem mætir Möltu á Ta´Qali leikvanginum í dag. Í markinu er Árni Gautur, vörnina skipa þeir Kristján Örn, Hermann og Ólafur Örn, Indriði og Þórður verða á köntunum, Arnar Þór, Brynjar Björn og Gylfi á miðjunni og loks Eiður Smári og Heiðar frammi. Landsliðsþjálfari Möltu, Þjóðverjinn Horst Heese, hefur tjáð fölmiðlum þar í landi að hann hyggist stilla hvorki fleiri né færri en sex mönnum upp í vörn gegn Íslendingum, og spila leikkerfið 6-3-1. Segist grípa til þessara aðgerða þar sem hann sé oðrinn þreyttur á því að tapa sífellt, en Malta beið 7-1 ósigur gegn Svíuum í síðasta leik sínum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×