Sport

Beckham ekki rifbeinsbrotinn

Forráðamenn Real Madrid geta andað léttar eftir að í ljós kom að David Beckham er ekki rifbeinsbrotinn, eins og óttast var. Beckham lenti í harkalegu samstuði við Ben Thatcher í leik Englands og Wales í dag, þar sem Beckham skoraði stórkostlegt mark, og þurfti að fara af leikvelli sökum þess. Kappinn mun þó undirgangast frekari skoðun í Madrid.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×