Sport

Sharapova vann opna japanska

Hin 17 ára rússneska tennisstjarna Maria Sharapova vann um helgina opna japanska meistaramótið í annað skiptið í röð. Sharapova, sem fyrr á árinu vann Wimbledon-mótið, sigraði hina bandarísku Mashona Washington nokkuð örugglega í úrslitum, 6-0, 6-1.  Hætta varð keppni í karlaflokki vegna leka í Ariake-höllinni og ráðast úrslitin á sunnudag. Gera varð hlé á undanúrslitaviðureign Ástralans Lleyton Hewitts og Tékkans Jiri Novak í 35 mínútur eftir að lekinn varð uppvís en miklar rigningar hafa verið í Japan undanfarna daga sökum fellibylsins Ma-on. Novak vann að lokum, 6-4, 4-6 og 6-2 og mætir því Bandaríkjamanninum Taylor Dent í úrslitum á sunnudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×