Ægilegasta siglingakeppni heims 7. október 2004 00:01 Um helgina hófst erfiðasta siglingakeppni veraldar þegar tólf seglskútur létu úr höfn frá Portsmouth á Englandi og linna ekki látum fyrr en komið verður aftur til Englands eftir öfuga hringferð um hnöttinn. Á tíu mánaða langri leið sinni glíma óreyndar áhafnirnar við allt hið besta og versta sem gerst getur á hafi úti og minnstu mistök geta verið dýrkeypt og kostað mannslíf. Tólf 72 feta skútur taka þátt að þessu sinni í Global Challenge eins og keppnin heitir á frummálinu. Keppni þessi er sérstök fyrir margra hluta sakir og þá kannski helst vegna þess að farið er öfugan hring í kringum hnöttinn. Það þýðir að skúturnar sigla allan tímann mót vindum og hafstraumum og áhafnir verða öllum stundum að vera á varðbergi gagnvart öðrum hættum á sama tíma. Leið skútanna liggur meðal annars um Atlantshafið þegar hvað mestar líkur eru á fellibyljum á svæðinu. Þegar fjær dregur geta ísjakar frá Suðurskautinu reynst hættulegir og eftir að Ástralíu sleppir er fátt sem verður til bjargar ef eitthvað bjátar á. Átján manns eru í áhöfn hverrar skútu en aðeins skipstjórinn hefur reynslu af siglingum sem þessari. Allir aðrir um borð eru óvanir einstaklingar sem greiða fyrir að fá að taka þátt af ævintýraþrá einni saman. Einhverjir þeirra verða reiðubúnir að gefast upp þegar kuldinn og vosbúðin fara að herja á fyrir alvöru en það þekkja þeir sem stundað hafa siglingar að minnstu viðvik verða erfið þegar hendur eru kaldar og ekki er hlaupið svo auðveldlega í skjól. Þess utan verður áhöfnin að kynnast farkosti sínum, læra að vinna og sofa saman enda ekki mikið rými undir þiljum og einkalíf því ekkert næstu tíu mánuði. Frá Portsmouth er stefnan tekin til Buenos Aires í Argentínu. Þaðan verður haldið til Nýja-Sjálands og Ástralíu. Stoppað verður í Höfðaborg í S-Afríku og þaðan farið aftur yfir Atlantshafið alla leið til Boston í Bandaríkjunum. Stefnan er svo tekin yfir á ný til Frakklands og þaðan til Portsmouth þar sem sigurvegarinn verður krýndur að lokum þann 18. júlí á næsta ári ef allt gengur að óskum. Tilgangur Global Challenge er fyrst og fremst fjáröflun til handa samtökunum Save the Children og nýtur keppnin vaxandi vinsælda enda ekki oft sem venjulegt fólk er sett í þær erfiðu aðstæður sem keppnin býður upp á. Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að fyrsta skútan í höfn eftir hverja leið fær 15 stig, sú næsta 14 og svo framvegis. Falli skúta úr leik á einhverjum hluta leiðarinnar fær áhöfnin engu að síður stig og á þetta að koma í veg fyrir að eitt áfall geri vonir áhafnarinnar að engu. Sú áhöfn sem hefur flest stig þegar komið verður til Portsmouth eftir tíu mánuði fær konunglegan bikar að launum. Hafa fróðir menn líkt siglingakeppninni við styrjöld; langir kaflar þar sem ekkert gerist og skelfingarstundir þess á milli, en eftir fimm daga gengur allt vel og eru flestir keppendur undan ströndum Spánar eins og sakir standa. Spár gera ráð fyrir miklu lágþrýstingssvæði þar næstu 24 tímana og rangar ákvarðanir við slíkar aðstæður geta kostað forystu eða þaðan af verra. Team Save the Children er efst eins og sakir standa í keppninni en Me to You og Pindar eru þar skammt á eftir. Gert er ráð fyrir að liðin verði komin til Buenos Aires eftir fjórar vikur og þá ættu línur að hafa skýrst hvað varðar efstu lið. Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira
Um helgina hófst erfiðasta siglingakeppni veraldar þegar tólf seglskútur létu úr höfn frá Portsmouth á Englandi og linna ekki látum fyrr en komið verður aftur til Englands eftir öfuga hringferð um hnöttinn. Á tíu mánaða langri leið sinni glíma óreyndar áhafnirnar við allt hið besta og versta sem gerst getur á hafi úti og minnstu mistök geta verið dýrkeypt og kostað mannslíf. Tólf 72 feta skútur taka þátt að þessu sinni í Global Challenge eins og keppnin heitir á frummálinu. Keppni þessi er sérstök fyrir margra hluta sakir og þá kannski helst vegna þess að farið er öfugan hring í kringum hnöttinn. Það þýðir að skúturnar sigla allan tímann mót vindum og hafstraumum og áhafnir verða öllum stundum að vera á varðbergi gagnvart öðrum hættum á sama tíma. Leið skútanna liggur meðal annars um Atlantshafið þegar hvað mestar líkur eru á fellibyljum á svæðinu. Þegar fjær dregur geta ísjakar frá Suðurskautinu reynst hættulegir og eftir að Ástralíu sleppir er fátt sem verður til bjargar ef eitthvað bjátar á. Átján manns eru í áhöfn hverrar skútu en aðeins skipstjórinn hefur reynslu af siglingum sem þessari. Allir aðrir um borð eru óvanir einstaklingar sem greiða fyrir að fá að taka þátt af ævintýraþrá einni saman. Einhverjir þeirra verða reiðubúnir að gefast upp þegar kuldinn og vosbúðin fara að herja á fyrir alvöru en það þekkja þeir sem stundað hafa siglingar að minnstu viðvik verða erfið þegar hendur eru kaldar og ekki er hlaupið svo auðveldlega í skjól. Þess utan verður áhöfnin að kynnast farkosti sínum, læra að vinna og sofa saman enda ekki mikið rými undir þiljum og einkalíf því ekkert næstu tíu mánuði. Frá Portsmouth er stefnan tekin til Buenos Aires í Argentínu. Þaðan verður haldið til Nýja-Sjálands og Ástralíu. Stoppað verður í Höfðaborg í S-Afríku og þaðan farið aftur yfir Atlantshafið alla leið til Boston í Bandaríkjunum. Stefnan er svo tekin yfir á ný til Frakklands og þaðan til Portsmouth þar sem sigurvegarinn verður krýndur að lokum þann 18. júlí á næsta ári ef allt gengur að óskum. Tilgangur Global Challenge er fyrst og fremst fjáröflun til handa samtökunum Save the Children og nýtur keppnin vaxandi vinsælda enda ekki oft sem venjulegt fólk er sett í þær erfiðu aðstæður sem keppnin býður upp á. Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að fyrsta skútan í höfn eftir hverja leið fær 15 stig, sú næsta 14 og svo framvegis. Falli skúta úr leik á einhverjum hluta leiðarinnar fær áhöfnin engu að síður stig og á þetta að koma í veg fyrir að eitt áfall geri vonir áhafnarinnar að engu. Sú áhöfn sem hefur flest stig þegar komið verður til Portsmouth eftir tíu mánuði fær konunglegan bikar að launum. Hafa fróðir menn líkt siglingakeppninni við styrjöld; langir kaflar þar sem ekkert gerist og skelfingarstundir þess á milli, en eftir fimm daga gengur allt vel og eru flestir keppendur undan ströndum Spánar eins og sakir standa. Spár gera ráð fyrir miklu lágþrýstingssvæði þar næstu 24 tímana og rangar ákvarðanir við slíkar aðstæður geta kostað forystu eða þaðan af verra. Team Save the Children er efst eins og sakir standa í keppninni en Me to You og Pindar eru þar skammt á eftir. Gert er ráð fyrir að liðin verði komin til Buenos Aires eftir fjórar vikur og þá ættu línur að hafa skýrst hvað varðar efstu lið.
Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira