Sport

Howell og McDowell með forystu

Englendingurinn David Howell og Norður-Írinn Greame McDowell hafa forystu á Dunhill-mótinu í golfi sem fram fer á þremur völlum í Skotlandi. Báðir eru á ellefu höggum undir pari, einu á undan Englendingnum Luke Donald og Ástralanum Peter Lonard. Greame McDowell jafnaði vallarmetið á Old Course vellinum í St. Andrews þegar hann lék á 62 höggum eða tíu undir pari. Brian Davis setti met á vellinum í fyrra, spilaði þá síðasta hringinn á tíu höggum undir pari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×