Sport

Tímatökunni frestað

Tímatöku fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Japan, sem fram átti að fara í morgun, var frestað vegna yfirvofandi komu fellibylsins Ma-on, sem herjar nú á austurströnd Japans og hefur þegar valdið töfum á opna japanska meistaramótinu í tennis. Góðu fréttirnar eru þær að Ma-on hefur tekið stefnuna frá Suzuka-brautinni og stefnir þar í stað að Tokyo. Á myndinni sést starfsmaður Ferrari-liðsins breiða yfir einn af mörgum bílum liðsins en þrátt fyrir fyrirmæli til forráðamanna liðanna um að halda mönnum sínum frá keppnisstaðnum sendu margir hverjir menn til að aðgæta búnað sinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×