Sport

Bjarni svekktur

Bjarni Guðjónsson er svekktur yfir að hafa ekki verið valinn í landsliðshóp Íslands sem mætir Möltu og Svíþjóð næstu daga. Langt er orðið síðan Bjarni spilaði síðast með landsliðinu en hann hefur verið frambærilegur með liði Coventry það sem af er leiktíðinni í Bretlandi. Aðspurður segist hann ekki vita hvers vegna hann hafi ekki verið valinn að undanförnu en þetta gefi sér enn meiri ástæðu til að leggja harðar að sér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×