Sport

Skotar töpuðu gegn Norðmönnum

Skotar biðu í dag ósigur gegn Norðmönnum á heimavelli sínum, Hampden Park í Glasgow, í fimmta undanriðli heimsmeistarmótsins í knattspyrnu. Steffen Iversen skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 55. mínútu. Finnar unnu á meðan sannfærandi sigur á Armenum, 3-1. Óhætt er að fullyrða að það sé farið að hitna undir hinum þýska þjálfara Skota, Berti Vogts, en Skotar eru í næst neðsta sæti síns riðils með aðeins eitt stig eftir tvo leiki. Finnar eru hins vegar í góðum málum, leiða fyrsta riðil með níu stig eftir fjóra leiki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×