Sport

Tap gegn Möltu hjá U-21

Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði fyrir jafnöldrum sínum frá Möltu, 1-0, í leik liðanna í undankeppni EM 2006 á Möltu. Frendo skoraði sigurmarkið þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma með þrumuskoti af 20 metra færi, sannkallað þrumuskot sem var óverjandi fyrir Bjarna Þórð Halldórsson, markvörð íslenska liðsins. Segja má að sigur Maltverja hafi verið sanngjarn því Bjarni Þórður Halldórsson varði vítaspyrnu um miðjan síðari hálfleik eftir að Sölvi Geir Ottesen hafði handleikið boltann innan teigs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×