Sport

Eggert Magnússon fagnar

Eggert Magnússon, formaður KSÍ, var sæll og sáttur þegar Fréttablaðið ræddi við varðandi þær fréttir að loks væri komið á hreint að Reykjavíkurborg og ríki myndu koma að stækkun Laugardalsvallar með myndarlegum fjárframlögum líkt og kom fram í Fréttablaðinu í gær. Eggert sagði að hann fagnaði því að stjórnmálamennirnir hefðu sýnt þessa framsýni og sagðist vart geta beðið eftir því að sjá nýju stúkuna rísa. "Við munum hefja framkvæmdir bráðlega og stefnum að því að vera tilbúnir með nýju stúkuna þegar við mætum Ungverjum í byrjun júní á næsta ári. Það verður gaman að sjá almennilega umgjörð á vellinum sem uppfyllir alþjóðlega staðla," sagði Eggert en ráðgert er að stækka völlinn um þrjú þúsund sæti, úr sjö þúsund upp í tíu þúsund. Reykjavíkurborg mun leggja til 200 milljónir í verkefnið, Ríkið aðrar 200 milljónir en KSÍ mun greiða um 300 milljónir sem sambandið fær í styrki frá Knattspyrnusambandi Evrópu og Alþjóða knattspyrnusambandinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×