Sport

Svíar burstuðu Ungverja

Svíar tóku á móti Ungverjum í dag og unnu auðveldan 3-0 sigur. Fredrik Ljungberg kom Svíum yfir um miðjan fyrri hálfleik og markamaskínan Henrik Larsson og Anders Svensson bættu sitt hvoru markinu við í síðari hálfleik. Svíar leiða þar með 8. riðil með sex stig en Króatar, sem mæta Búlgörum á heimavelli í kvöld, eru einnig með sex stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×