Sport

Öruggur sigur Englendinga

Englendingar unnu í dag sannfærandi sigur á nágrönnum sínum í Wales með tveimur mörkum gegn engu en leikið var á Old Trafford í Manchester. Frank Lampard kom Englendingum yfir á snemma leiks og fyrirliðinn David Beckham tryggði sigurinn með stórbrotnu marki korteri fyrir leikslok. Heimamenn voru vægast sagt sterkari aðilinn í leiknum og gekk það herbragð Sven Görans Eriksson að stilla upp þriggja manna sóknarlínu fullkomlega upp, en ungstirnið Wayne Rooney átti stórleik fyrir aftan þá Michael Owen og Jermaine Defoe. Mark Beckham var sérlega glæsileg en fyrirliðinn fékk boltann fyrir utan vítateiginn vinstra megin og smurði hann bókstaflega efst upp í hægra markhornið, óverjandi fyrir Paul Jones, markvörð Walesverja. Englendingar skutust með sigrinum upp í efsta sæti 6. riðils í undankeppni heimsmeistaramótsins, með 7 stig en Austurríki, sem leikur núna gegn Póllandi, getur náð þeim að stigum. Wales er hins vegar í slæmum málum, með aðeins í 2 stig í þriðja neðsta sæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×