Á meðal sex bestu 7. október 2004 00:01 Stjórn Handknattleikssambands Íslands réð í gær Viggó Sigurðsson, fyrrum þjálfara Hauka, sem landsliðsþjálfara fram yfir HM í Þýskalandi 2007. Viggó tekur við af Guðmundi Guðmundssyni sem lét af störfum á dögunum í kjölfar lélegs gengis liðsins á Ólympíuleikunum í Aþenu og á Evrópumótinu í Slóveníu fyrr á þessu ári. Guðmundur Ingvarsson, formaður HSÍ, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann væri mjög ánægður með ráðningu Viggós sem hann teldi hafa sýnt og sannað með árangri sínum undanfarin ár að hann væri þjálfari í fremstu röð. Aðspurður um það hvort það hefði verið erfitt að ráða mann eins og Viggó sem hefur gagnrýnt handknattleiksforystuna hart sagði Guðmundur svo ekki vera. "Við erum ekki yfir gagnrýni hafnir og Viggó er maður sem segir sínar skoðanir umbúðalaust. Það er yfirleitt kostur," sagði Guðmundur. Hann sagði að HSÍ hefði rætt við tvo menn, Viggó og Geir Sveinsson. Að því loknu var ákveðið að ganga til samninga við Viggó. Guðmundur staðfesti það á fundinum að leitað hefði verið eftir því við Geir Sveinsson að hann yrði aðstoðarmaður Viggós með landsliðið. Hann sagði jafnframt að Geir hefði ekki gefið svar en sagðist vongóður um að það yrði jákvætt. Viggó sagðist leggja mikla áherslu á að fá Geir með sér í þetta verkefni enda hefði hann unnið með honum hjá þýska liðinu Wuppertal. "Ég er viss um að við yrðum dúndurtvenna," sagði Viggó við blaðamann Fréttablaðsins. Aðspurður sagði Viggó að brýnasta verkefni hans væri að breyta hugarfarinu hjá leikmönnum landsliðsins sem hefði ekki verið gott upp á síðkastið. "Þða verður bara að segjast eins og er að landsliðið hefur spilað hundleiðinglegan handbolta að undanförnu og því þarf að breyta. Leikmenn hafa ekki haft gaman að því sem þeir eru að gera og því ekki gert það sem þeir geta. Ef það breytist þá munum við sjá allt annað íslenskt landslið á næstu mánuðum." Fyrsta verkefni Viggós með landsliðið verður World Cup í Svíþjóð í nóvember þar sem átta sterkustu þjóðir heims taka þátt. Hann sagði aðspurður að hann myndi setjast niðru fljótlega og koma saman hóp fyrir það mót en hann vildi ekki gefa upp hvort íslenskir handknattleiksáhugamenn ættu eftir að sjá miklar breytingar á landsliðshópnum. "Það kemur í ljós þegar ég vel hópinn," sagði Viggó og glotti. Viggó sagði að árangur landsliðsins á undanförnum tveimur mótum hafi ekki vierð nógu góður og það hafði gert það að verkum að fyrrverandi landsliðsþjálfari hafi verið gagnrýndur fyrir sín störf. "Sem betur hafa Íslendingar mikinn áhuga á handboltalandsliðinu og það hafa allir skoðanir. Ég býst fastlega við því að verða gagnrýndur ef árangur næst ekki en ég tel íslenska landsliðið eiga að vera á meðal sex bestu landsliða heims. Það er markmið okkar á HM í Túnis í janúar en ef það næst ekki veit ég að ég á ekki sjö dagana sæla." Það hefur mikið verið rætt um framtíð Ólafs Stefánssonar með landsliðinu en hann gaf það út eftir Ólympíuleikana að hann ætlaði sér að taka sér frí frá landsliðinu í óákveðinn. Hann gaf þó í skyn í viðtali fyrir skömmu að hann væri að endurskoða þá ákvörðun sína og Viggó býst fastlega við því að hann verði með í Túnis. "Ég geri ekki ráð fyrir öðru og vonast ennfremur eftir því að hann verði með í World Cup. Hann var langt niðri eftir Ólympíuleikana en hann er búinn að ná sér og á ekki að vera þreyttari en hver annar leikmaður í Þýskalandi eða á Spáni sem er í toppliði þar. Við þurfum á Ólafi að halda enda er hann einn af bestu handboltamönnum heims." Aðspurður um framtíð Dags Sigurðssonar, landsliðsfyrirliða, hjá liðinu sagði Viggó: "Hann er minn maður. Ég ætla að koma honum á réttan kjöl aftur enda er hann toppleikmaður og toppkarakter. Hann hefur spilað bandvitlausa stöðu með landsliðinu sem skytta og mitt fyrsta verk verður að gera hann aftur að leikstjórnanda. Ég þjálfaði Dag hjá Wuppertal og veit hvað hann getur," sagði Viggó. Íþróttir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sjá meira
Stjórn Handknattleikssambands Íslands réð í gær Viggó Sigurðsson, fyrrum þjálfara Hauka, sem landsliðsþjálfara fram yfir HM í Þýskalandi 2007. Viggó tekur við af Guðmundi Guðmundssyni sem lét af störfum á dögunum í kjölfar lélegs gengis liðsins á Ólympíuleikunum í Aþenu og á Evrópumótinu í Slóveníu fyrr á þessu ári. Guðmundur Ingvarsson, formaður HSÍ, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann væri mjög ánægður með ráðningu Viggós sem hann teldi hafa sýnt og sannað með árangri sínum undanfarin ár að hann væri þjálfari í fremstu röð. Aðspurður um það hvort það hefði verið erfitt að ráða mann eins og Viggó sem hefur gagnrýnt handknattleiksforystuna hart sagði Guðmundur svo ekki vera. "Við erum ekki yfir gagnrýni hafnir og Viggó er maður sem segir sínar skoðanir umbúðalaust. Það er yfirleitt kostur," sagði Guðmundur. Hann sagði að HSÍ hefði rætt við tvo menn, Viggó og Geir Sveinsson. Að því loknu var ákveðið að ganga til samninga við Viggó. Guðmundur staðfesti það á fundinum að leitað hefði verið eftir því við Geir Sveinsson að hann yrði aðstoðarmaður Viggós með landsliðið. Hann sagði jafnframt að Geir hefði ekki gefið svar en sagðist vongóður um að það yrði jákvætt. Viggó sagðist leggja mikla áherslu á að fá Geir með sér í þetta verkefni enda hefði hann unnið með honum hjá þýska liðinu Wuppertal. "Ég er viss um að við yrðum dúndurtvenna," sagði Viggó við blaðamann Fréttablaðsins. Aðspurður sagði Viggó að brýnasta verkefni hans væri að breyta hugarfarinu hjá leikmönnum landsliðsins sem hefði ekki verið gott upp á síðkastið. "Þða verður bara að segjast eins og er að landsliðið hefur spilað hundleiðinglegan handbolta að undanförnu og því þarf að breyta. Leikmenn hafa ekki haft gaman að því sem þeir eru að gera og því ekki gert það sem þeir geta. Ef það breytist þá munum við sjá allt annað íslenskt landslið á næstu mánuðum." Fyrsta verkefni Viggós með landsliðið verður World Cup í Svíþjóð í nóvember þar sem átta sterkustu þjóðir heims taka þátt. Hann sagði aðspurður að hann myndi setjast niðru fljótlega og koma saman hóp fyrir það mót en hann vildi ekki gefa upp hvort íslenskir handknattleiksáhugamenn ættu eftir að sjá miklar breytingar á landsliðshópnum. "Það kemur í ljós þegar ég vel hópinn," sagði Viggó og glotti. Viggó sagði að árangur landsliðsins á undanförnum tveimur mótum hafi ekki vierð nógu góður og það hafði gert það að verkum að fyrrverandi landsliðsþjálfari hafi verið gagnrýndur fyrir sín störf. "Sem betur hafa Íslendingar mikinn áhuga á handboltalandsliðinu og það hafa allir skoðanir. Ég býst fastlega við því að verða gagnrýndur ef árangur næst ekki en ég tel íslenska landsliðið eiga að vera á meðal sex bestu landsliða heims. Það er markmið okkar á HM í Túnis í janúar en ef það næst ekki veit ég að ég á ekki sjö dagana sæla." Það hefur mikið verið rætt um framtíð Ólafs Stefánssonar með landsliðinu en hann gaf það út eftir Ólympíuleikana að hann ætlaði sér að taka sér frí frá landsliðinu í óákveðinn. Hann gaf þó í skyn í viðtali fyrir skömmu að hann væri að endurskoða þá ákvörðun sína og Viggó býst fastlega við því að hann verði með í Túnis. "Ég geri ekki ráð fyrir öðru og vonast ennfremur eftir því að hann verði með í World Cup. Hann var langt niðri eftir Ólympíuleikana en hann er búinn að ná sér og á ekki að vera þreyttari en hver annar leikmaður í Þýskalandi eða á Spáni sem er í toppliði þar. Við þurfum á Ólafi að halda enda er hann einn af bestu handboltamönnum heims." Aðspurður um framtíð Dags Sigurðssonar, landsliðsfyrirliða, hjá liðinu sagði Viggó: "Hann er minn maður. Ég ætla að koma honum á réttan kjöl aftur enda er hann toppleikmaður og toppkarakter. Hann hefur spilað bandvitlausa stöðu með landsliðinu sem skytta og mitt fyrsta verk verður að gera hann aftur að leikstjórnanda. Ég þjálfaði Dag hjá Wuppertal og veit hvað hann getur," sagði Viggó.
Íþróttir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sjá meira