Fleiri fréttir

Keflvíkingar bikarmeistarar

Keflvíkingar sigruðu KA 3-0 í úrslitaleik bikarkeppni KSÍ, VISA-bikarnum, á Laugardalsvellinum nú fyrir stundu. Keflvíkingar voru 2 - 0 yfir í leikhléi. Þórarinn Kristjánsson skoraði bæði mörkin. Fyrsta markið kom á 11 mínútu úr vítaspyrnu eftir að Scott Ramsey var felldur innan vítategs, annað markið kom síðan á 22 mínútu.

Markalaust hjá FH í Þýskalandi

FH-ingar gerðu markalaust jafntefli við þýska 2. deildarliðið Alemania Aachen en þetta var seinni leikur liðanna í Evrópukeppni félagsliða.

Viðtal við Þórey Eddu

Þórey Edda Elísdóttir er án efa fremsti frjálsíþróttamaður okkar Íslendinga í dag en þessi geðþekka stúlka hafnaði einmitt í 5. sæti í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Aþenu sem fram fóru í ágústmánuði. Það eru færri sem vita að Þórey Edda hóf íþróttaferil sinn hjá Fimleikafélaginu Björk í Hafnarfirði, þá 9 ára gömul.

Benitez segir fólki að bíða

Það þýðir ekki að dæma Liverpool-liðið strax segir Rafa Benitez, knattspyrnustjórinn spænski. Benitez segir minnst 2 mánuði í að fólk muni sjá handbragð sitt á liðinu að fullu. Rafa segir erfitt að æfa nýja hluti, þar sem leikmenn séu sífellt í ferðalögum með landsliðum sínum, sem geri sér afar erfitt fyrir.

Fjórir hæfir í starfið

Stjórn Handknattleikssambands Íslands leitar nú logandi ljósi að nýjum landsliðsþjálfara eftir að Guðmundur Guðmundsson sagði upp störfum í vikunni. Fréttablaðið fékk Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamann á Sýn, til að segja sína skoðun á því hvað næsti þjálfari íslenska liðsins þyrfti að hafa til brunns að bera og hvaða þjálfarar fullnægðu þeim kröfum hans.

Willum til Vals

Valsmenn, sem spila á nýjan leik í Landsbankadeildinni í fótbolta á næsta tímabili eftir eins árs fjarveru á meðal þeirra bestu, hafa gengið frá munnlegu samkomulagi við Willum Þór Þórsson, fyrrum þjálfara KR-inga, um að hann stýri liðinu á næsta ári.

Grétar til Djurgården

Framherjinn Grétar Hjartarson, sem skoraði ellefu mörk fyrir Grindvíkinga á nýafstöðnu tímabili í Landsbankadeildinni, er farinn til sænska liðsins Djurgården þar sem hann mun dvelja til reynslu næstu daga.

Óljóst með Sigurð

Ekki er orðið ljóst hvort Sigurður Jónsson muni stýra Víkingum í 1. deildinni á komandi tímabili en Víkingar féllu úr Landsbankadeildinni á nýafstöðnu keppnistímabili á dramatískan hátt á síðustu mínútum lokaumferðarinnar.

Lífið verður erfiðara hjá Arsenal

Meistarar Arsenal, sem mæta Charlton í ensku úrvalsdeildinni í dag, hafa ekki tapað leik í ensku úrvalsdeildinni í sextán mánuði, eða alls í 47 leikjum í röð.

Líka fótboltabæir

Það er ávallt glatt á hjalla þegar kemur að bikarúrslitunum í fótboltanum enda er þetta stærsti leikur tímabilsins hér heima og þetta árið er engin undantekning á því. Í dag klukkan 14 á Laugardalsvelli leiða saman hesta sína leikmenn KA og Keflavíkur.

Þorbergur hættur með FH

Þorbergur Aðalsteinsson hefur látið af störfum sem þjálfari handknattleiksliðs FH.

Tap gegn Bandaríkjunum

Bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu, sem varð Ólympíumeistari í Aþenu í ágúst, sigraði íslenska kvennalandsliðið í vináttuleik í Pittsburg í nótt með þremur mörkum gegn engu.

Mörkin send í símann

Sjónvarpsstöðin Sýn hefur tryggt sér réttinn til að birta mörk og atvik úr Meistaradeild Evrópu og enska boltanum í gegnum síma. Um er að ræða byltingu í þjónustu við íþróttaáhugamenn með tilkomu myndsíma.

Þorlákur áfram hjá Fylki

Þorlákur Árnason verður áfram við stjórnvölinn hjá Fylki. Ásgeir Ásgeirsson, formaður meistaraflokksráðs Fylkis, sagði í samtali við íþróttadeildina að Fylkismenn og Þorlákur hefðu fundað í gærkvöldi eftir að Þorlákur kom til landsins úr síðbúnu sumafríi og þar var gengið frá því að Þorlákur yrði áfram í brúnni í Árbænum.

Þrenna Rooneys dýrkeypt

Þrennan sem Wayne Rooney skoraði fyrir Man. Utd. gegn Fenerbache í Meistaradeildinni á þriðjudaginn kom heldur betur við veðbankana í Bretlandi. Þeir sem veðjuðu á að Rooney myndi skora þrennu í sínum fyrsta leik fyrir Man. Utd. fengu upphæðina sem þeir lögðu undir tuttugufalt til baka.

Seinni leikur FH í kvöld

Íslandsmeistarar FH mæta þýska liðinu Alemannia Aachen í Þýskalandi í Evrópukeppni félagsliða í dag. Aachen vann fyrri leikinn á Laugardalsvelli, 5-1, og róður FH inga því þungur. Leikurinn fer fram á Rhein Energie Stadion í Köln þar sem heimavöllur Aachen er ólöglegur í Evrópukeppni. Aachen er í sjötta sæti í þýsku 2. deildinni.

Sigfús tekur sér frí

Einn öflugasti, og skrautlegasti, handboltamaður Íslands, Sigfús Sigurðsson, hefur ákveðið að taka sér frí frá íslenska landsliðinu í handknattleik. Hann mun ekkert spila með landsliðinu næsta árið og svo gæti farið að hann spilaði ekkert næstu tvö árin.

Guðmundur hættur

Guðmundur Guðmundsson er hættur sem þjálfari karlalandsliðsins í handbolta samkvæmt heimildum íþróttadeildar. Þetta mun verða tilkynnt á blaðamannafundi síðar í dag.

Viggó eða Geir sem tekur við?

Guðmundur Þ. Guðmundsson, fráfarandi landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segist hafa ákveðið fyrir nokkru síðan að skipta um starfsvettvang. Viggó Sigurðsson eða Geir Sveinsson mun að líkindum taka við þjálfun landsliðsins.

Jörundur Áki tekur við Stjörnunni

Jörundur Áki Sveinsson verður næsti þjálfari Stjörnunnar í Garðabæ. Jörundur Áki var aðstoðarþjálfari meistaraflokks Fram í sumar en Stjarnan féll niður í 2. deild.

Eygerður Inga áminnt

Dómstóll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur áminnt Eygerði Ingu Hafþórsdóttur, frjálsíþróttakonu úr FH, fyrir að hafa neytt efedríns án þess að það hafi verið ásetningur hennar að nota efnið.

Kobe kjaftar frá Shaq

Kobe Bryant sagði til fyrrverandi félaga síns, Shaquille O Neal, þegar lögregla yfirheyrði hann á síðasta ári.

Eiður Smári vill betri árangur

Eiður Smári þyrstir í betri árangur með Chelsea. Þetta segir hann í ítarlegu viðtali á heimasíðu félagsins.

Valur selur heimaleik

Valur og Grasshoppers frá Sviss mætast í 2. umferð EHF-keppninnar í handknattleik.

Taricco í þriggja leikja bann

Mauricio Taricco, varnarmaður Tottenham, var dæmdur í þriggja leikja bann fyrir gróft brot í leik gegn Chelsea.

Gríðarleg spenna fyrir leikinn

Gríðarleg spenna er fyrir leik Chelsea og Evrópumeistara Portó í Meistaradeild Evrópu en liðin mætast á Stamford Bridge í Lundúnum í kvöld. Flest bendir til þess að Eiður Smári Guðjohnsen og Didier Drogba verði saman í fremstu víglínu Chelsea.

Slær Rooney öll markametin?

Ruud Van Nistelroy, framherji Man. Utd., sagði eftir sigur félagsins á Fenerbache í Meistaradeild Evrópu í gær að hin 18 ára gamli Wayne Rooney hafi alla burði til þess að slá öll markamet félagsins. Rooney skoraði þrennu í þessum fyrsta leik sínum fyrir Man. Utd. og í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni.

HK burstaði FH

HK, Fram, Grótta/KR og ÍR tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum bikarkeppni HSÍ. HK burstaði FH með 37 mörkum gegn 23. Fjórir leikir eru í kvöld, þar á meðal viðureign Stjörnunnar og Víkings klukkan 19.15 og Aftureldingar og Selfoss klukkan 20.

Reading enn efst

Reading er enn efst í ensku 1. deildinni eftir jafntefli gegn Ipswich Town, 1-1, í gærkvöldi. Ívar Ingimarsson var í liði Reading. Wigan er í öðru sæti eftir markalaust jafntefli gegn Watford.

Finnum nýjan þjálfara fljótlega

Guðmundur Ingvarsson, formaður HSÍ, var fullur hróss í garð Guðmundar Guðmundssonar á blaðamannafundinum í gær en hann segir að samstarfið við Guðmund hafi bæði verið ánægjulegt og árangursríkt. En kom það honum ekkert á óvart að Guðmundur skyldi ákveða að hætta?

Guðmundur lýkur keppni

Guðmundur Guðmundsson hætti í gær sem þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik en hann hefur stýrt landsliðinu síðan 1. maí árið 2001. Þessi ákvörðun Guðmundur kemur nokkuð á óvart enda hefur hann lýst því yfir í viðtölum síðustu vikur að hann hefði fullan hug á því að þjálfa landsliðið áfram.

Chelsea sigraði Porto

Það var líf og fjör í leikjum Meistaradeildarinnar í kvöld. Stórleikur kvöldsins var viðureign Chelsea og Porto þar sem Jose Mourinho mætti sínum gömlu lærisveinum sem hann gerði að Evrópumeisturum á síðustu leiktíð

Keane enn í vandræðum

Vandamál Írans skapbráða, Roy Keane, utan vallar halda áfram. Í gær var flugeldum skotið að húsi Keane, þar sem hann var í róelgheitum með konu sinni og fjórum börnum. Flugeldarnir stöðvist á húsveggnum, en einnig voru skrifuð skilaboð til Keane fyrir utan húsið, þar sem honum og þjóðerni hans var blótað í sand og ösku.

Djorkaeff til Blackburn?

Franski landsliðsmaðurinn fyrrverandi, Youri Djorkaeff, á í viðræðum við lið Blackburn Rovers og skrifar hugsanlega undir samning við liðið til áramóta. Í síðustu viku æfði Djorkaeff með Fulham og benti margt til þess að hann væri á leiðinni þangað, en nú virðist leið Frakkans liggja til Blackburn.

Mashburn frá út tímabilið

Framherjinn Jamal Mashburn mun að öllum líkindum missa af öllu tímabilinu í vetur með New Orleans Hornets í NBA-deildinni í körfuknattleik.

Schalke með nýjan þjálfara

Lið Schalke í þýsku úrvalsdeildinni hefur fundið nýjan þjálfara í stað Jupp Heynckes, sem var látinn fara frá félaginu fyrir tveimur vikum.

O´Leary þarf 5 leikmenn

David O´Leary, knattspyrnustjóri Aston Villa segist þurfa 5 leikmenn í hæsta gæðaflokki til þess að geta keppt við bestu liðin í úrvalsdeildinni. O´Leary veit að þessa leikmenn fær hann varla þegar opnað verður fyrir kaup á nýjan leik í janúar, en hann leggur mikla áherslu á að fundinn verði peningur til þess að kaupa þessa leikmenn fyrir næsta tímabil. 

Magnús þjálfar KR næstu þrjú ár

Magnús Gylfason, fyrrverandi þjálfari meistaraflokks ÍBV í knattspyrnu var í dag ráðinn þjálfari meistaraflokks KR. Forráðamenn KR sports greindu frá ráðningu Magnúsar fyrir stundu.

Magnús til KR

Magnús Gylfason var í dag ráðinn þjálfari meistaraflokks KR í knattspyrnu. Hann gerði þriggja ára samning við félagið. Magnús hefur undanfarin tvö ár þjálfað ÍBV og náði liðið öðru sæti á nýloknu Íslandsmóti. Magnús, sem tekur viið af Willum Þór Þórssyni, er ekki alveg ókunnugur KR, því hann hefur verið þar innabúðar áður, meðal annars var hann aðstoðarþjálfari Lúkasar Kostic.

Magnús kominn heim í KR

Magnús Gylfason sem þjálfað hefur lið ÍBV undanfarin tvö ár hefur verið ráðinn nýr þjálfari KR í knattspyrnu til næstu þriggja ára. Ekki var látið þar við sitja heldur kynnti stjórn KR einnig til sögunnar nýjan leikmann, færeyska landsliðsmanninn Rógva Jacobsen.

Þróttarar gera engar breytingar

Gamla brýnið Ásgeir Elíasson mun þjálfa knattspyrnulið Þróttar næstu tvö árin en frá því var gengið um helgina. Ásgeir, sem hefur þjálfað Þróttara síðastliðin fimm ár, íhugaði það að hætta með liðið en formaður Þróttar, Kristinn Einarsson, fékk hann til þess að halda áfram.

Komst Hermann upp með hendi?

Mark Hughes, knattspyrnustjóri Blackburn, kenndi dómaranum Steve Dunn fyrir tapið gegn Charlton. Hughes vill meina að Hermann Hreiðarsson hafi handleikið knöttinn innan teigs þegar Brett Emerton gaf sendingu fyrir markið.

Ráðist á hús Roy Keane

Lögreglan í Manchester rannsakar árás á hús Roy Keane, leikmanns Manchester United, sem átti sér stað á sunnudaginn var. Svo virðist sem flugeldum hafi verið skotið að húsinu rúmlega sjö um morguninn. Flugeldunum fylgdu niðrandi skilaboð sem beindust gegn þjóðerni Keane, sem er Íri.

Rooney með þrennu í fyrsta leik

Það tók Wayne Rooney aðeins 17 mínútur að komast á blað í búningi Manchester United, eftir 28 mínútur var þetta 18 ára undrabarn búið að skora tvö mörk og þrennuna innsiglaði hann með skoti beint úr aukaspyrnu á 54. mínútu leiksins.

Lengi lifir í gömlum glæðum

Íslandsmeistaramótið í íshokkí hófst um helgina með leik Bjarnarins úr Reykjavík og Narfa frá Hrísey. Lið Narfa er nýstofnað og samanstendur af strákum sem margir eru komnir yfir sitt besta en finnst of gaman til að hætta. Öllu gamni fylgir þó alvara og er fullur hugur í liðinu að vinna titilinn.

Sjá næstu 50 fréttir