Sport

Schalke með nýjan þjálfara

Lið Schalke í þýsku úrvalsdeildinni hefur fundið nýjan þjálfara í stað Jupp Heynckes, sem var látinn fara frá félaginu fyrir tveimur vikum. Eftirmaður hans verður Ralf Rangnick sem þjálfaði lið Hannover á síðasta tímabili. Frumraun hans með Schalke verður annað kvöld þegar Liepajas Metalurgs frá Litháen kemur í heimsókn og etur kappi við Schalke í Evrópukeppni félagsliða. Schalke situr í 16. sæti þýsku deildarinnar, hefur tapað þremur af fyrstu fjórum deildarleikjum sínum og mikil þörf á breytingum þar á bæ.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×