Sport

Reading enn efst

Reading er enn efst í ensku 1. deildinni eftir jafntefli gegn Ipswich Town, 1-1, í gærkvöldi. Ívar Ingimarsson var í liði Reading. Wigan er í öðru sæti eftir markalaust jafntefli gegn Watford. Heiðar Helguson og Brynjar Björn Gunnarsson léku allan leikinn fyrir Watford sem er í sjötta sæti deildarinnar. Ipswich er í þriðja sæti en QPR í því fjórða eftir sigur á Coventry 3-1. Þetta var fimmti sigurleikur QPR í röð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×