Sport

Þorlákur áfram hjá Fylki

Þorlákur Árnason verður áfram við stjórnvölinn hjá Fylki. Ásgeir Ásgeirsson, formaður meistaraflokksráðs Fylkis, sagði í samtali við íþróttadeildina að Fylkismenn og Þorlákur hefðu fundað í gærkvöldi eftir að Þorlákur kom til landsins úr síðbúnu sumafríi og þar var gengið frá því að Þorlákur yrði áfram í brúnni í Árbænum. Þorlákur tók við Fylki fyrir ári síðan og skrifaði þá undir 3ja ára samning með hefðbundnum uppsagnarákvæðum af beggja hálfu og gildir sá samningur áfram. Fimm leikmenn eru með lausa samninga. Sævar Þór Gíslason, Ólafur Páll Snorrason, Gunnar Þór Pétursson, Þórhallur Dan Jóhannsson og Finnur Kolbeinsson. Að sögn Ásgeirs verður rætt við þessa leikmenn á næstunni og er ætlunin að halda þeim flestum, eins og hann komst að orði. Myndin var tekin þegar Þorlákur skrifaði undir samninginn á síðasta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×