Sport

Tap gegn Bandaríkjunum

Bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu, sem varð Ólympíumeistari í Aþenu í ágúst, sigraði íslenska kvennalandsliðið í vináttuleik í Pittsburg í nótt með þremur mörkum gegn engu. Bandarísku stúllkurnar áttu meira í leiknum allan tímann og skoruðu fyrsta markið strax á annari mínútu og annað markið fimmtán mínútum síðar. Þriðja markið kom svo á 61. mínútu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×