Sport

Kobe kjaftar frá Shaq

Kobe Bryant sagði til fyrrverandi félaga síns, Shaquille O Neal, þegar lögregla yfirheyrði hann á síðasta ári. Bryant var ákærður fyrir nauðgun en ákæran var óvænt felld niður fyrir skömmu. Eftir að yfirheyrslum lauk, gaf Bryant sig á tal við rannsóknarfulltrúa lögreglunnar. Þar á meðal var Doug Winters sem fullyrðir að Kobe hafi kjaftað frá O Neal, þáverandi félaga sínum hjá Lakers. "Bryant sagði einn samherja sína hafa ítrekað lent í sömu stöðu en ávallt borgað konunum til að þegja. Hann nefndi svo Shaq á nafn og sagði hann hafa borgað konum allt að milljón dollara," sagði Winters. "Þessi ummæli eru gjörsamlega út í hött," sagði Perry Rogers, umboðsmaður O Neal. "Þetta er aumkunarverð tilraun manneskju, sem er full örvæntingar, til að bægja sviðsljósinu af sér. Þetta er ekki einu sinni svara virði," sagði umboðsmaðurinn. Þess má geta að Shaquille O Neal gifti sig fyrir tveimur árum og hefur aldrei komist í kast við lögin vegna kynferðisafbrota.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×