Sport

Djorkaeff til Blackburn?

Franski landsliðsmaðurinn fyrrverandi, Youri Djorkaeff, á í viðræðum við lið Blackburn Rovers og skrifar hugsanlega undir samning við liðið til áramóta. Í síðustu viku æfði Djorkaeff með Fulham og benti margt til þess að hann væri á leiðinni þangað, en nú virðist leið Frakkans liggja til Blackburn. Fari Djorkaeff ekki til Blackburn er enginn skortur á áhugasömum liðum, því að Birmingham, Everton, Celtic og Fulham eru öll sögð hafa áhuga á Frakkanum hálffertuga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×