Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2025 07:02 Steve Evans er litríkur persónuleiki. vísir/getty/sky Líf knattspyrnustjórans Steves Evans, sem hefur komið víða við í neðri deildunum á Englandi, hefur tekið stakkaskiptum undanfarna mánuði. Eftir að Evans, sem er afar skrautlegur karakter, var rekinn frá Rotherham United í mars hefur hann misst fjörutíu kíló. Í samtali við Sky Sports segir Evans að hann hafi verið byrjaður að hafa áhyggjur af heilsunni og að stressið og álagið sem fylgir þjálfuninni hafi tekið sinn toll af honum. Hann hafi því, í samráði við fjölskyldu sína, ákveðið að snúa blaðinu við. Evans fór til hjartalæknis sem bjó til áætlun fyrir hann til að freista þess að breyta lífsstíl Skotans. Hann ver miklum tíma í ræktinni og passar vel upp á matarræðið. „Þetta hafa verið frábærir mánuðir og mér hefur ekki liðið svona vel í áraraðir,“ sagði hinn 62 ára Evans sem vill sjá barnabörnin sín vaxa úr grasi. "Mentally and physically feeling fantastic" 🙌Steve Evans opens up about the reasons for his dramatic weight loss. pic.twitter.com/F3X53eYAQ5— Sky Sports Football (@SkyFootball) September 10, 2025 Líf Evans er í mjög föstum skorðum en eftir að hafa farið út með hundana sína á morgnana liggur leið hans í ræktina. „Ég syndi 50-70 ferðir, fer á þrekhjólið og í gufu. Þetta eru svona tveir til tveir og hálfur tími áður en ég fer heim. Þá eru fyrirfram skipulagðar máltíðir í hádeginu og á kvöldin og svo fer ég aftur út með hundana á kvöldin,“ sagði Evans. Hann vonast til að missa aðeins fleiri kíló og halda svo í horfinu. Evans segir það vera áskorun sem hann hlakki til að takast á við. Eftir að hafa náð eftirtektarverðum árangri með Crawley Town kom Evans Rotherham upp um tvær deildir á tveimur árum og hélt liðinu svo í ensku B-deildinni. Kári Árnason lék þá með Rotherham en var ekki mikill aðdáandi Evans eins og fram kom í viðtali í Akraborginni eftir tímabilið 2014-15. Varð þreyttur á Evans „Það er ekki mikil taktík hjá honum og alltaf sama uppleggið í hverjum leik. Hann talar alltaf um að vera í andlitinu á mótherjanum og svo eru bara öskur og læti. Ef að þú gerir mistök þá öskrar hann bara meira og vonast eftir því að það lagist þannig,“ segir Kári. „Við strákarnir höfum gaman af þessu og við tölum um lítið annað en það sem hann hefur verið að bralla. Það er alltaf eitthvað í gangi. Þetta er því gaman út á við en æfingarnar og leikirnir verða svolítið þreytt dæmi. Ég er búinn að vera í þrjú ár með þennan knattspyrnustjóra. Hann kennir öllum um nema sjálfum sér. Hann segir það bara við okkur líka.“ Evans var ráðinn aftur til Rotherham í apríl 2024 en var rekinn þaðan tæpu ári seinna. Liðið vann aðeins átján af fimmtíu leikjum undir hans stjórn. Enski boltinn Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Sjá meira
Eftir að Evans, sem er afar skrautlegur karakter, var rekinn frá Rotherham United í mars hefur hann misst fjörutíu kíló. Í samtali við Sky Sports segir Evans að hann hafi verið byrjaður að hafa áhyggjur af heilsunni og að stressið og álagið sem fylgir þjálfuninni hafi tekið sinn toll af honum. Hann hafi því, í samráði við fjölskyldu sína, ákveðið að snúa blaðinu við. Evans fór til hjartalæknis sem bjó til áætlun fyrir hann til að freista þess að breyta lífsstíl Skotans. Hann ver miklum tíma í ræktinni og passar vel upp á matarræðið. „Þetta hafa verið frábærir mánuðir og mér hefur ekki liðið svona vel í áraraðir,“ sagði hinn 62 ára Evans sem vill sjá barnabörnin sín vaxa úr grasi. "Mentally and physically feeling fantastic" 🙌Steve Evans opens up about the reasons for his dramatic weight loss. pic.twitter.com/F3X53eYAQ5— Sky Sports Football (@SkyFootball) September 10, 2025 Líf Evans er í mjög föstum skorðum en eftir að hafa farið út með hundana sína á morgnana liggur leið hans í ræktina. „Ég syndi 50-70 ferðir, fer á þrekhjólið og í gufu. Þetta eru svona tveir til tveir og hálfur tími áður en ég fer heim. Þá eru fyrirfram skipulagðar máltíðir í hádeginu og á kvöldin og svo fer ég aftur út með hundana á kvöldin,“ sagði Evans. Hann vonast til að missa aðeins fleiri kíló og halda svo í horfinu. Evans segir það vera áskorun sem hann hlakki til að takast á við. Eftir að hafa náð eftirtektarverðum árangri með Crawley Town kom Evans Rotherham upp um tvær deildir á tveimur árum og hélt liðinu svo í ensku B-deildinni. Kári Árnason lék þá með Rotherham en var ekki mikill aðdáandi Evans eins og fram kom í viðtali í Akraborginni eftir tímabilið 2014-15. Varð þreyttur á Evans „Það er ekki mikil taktík hjá honum og alltaf sama uppleggið í hverjum leik. Hann talar alltaf um að vera í andlitinu á mótherjanum og svo eru bara öskur og læti. Ef að þú gerir mistök þá öskrar hann bara meira og vonast eftir því að það lagist þannig,“ segir Kári. „Við strákarnir höfum gaman af þessu og við tölum um lítið annað en það sem hann hefur verið að bralla. Það er alltaf eitthvað í gangi. Þetta er því gaman út á við en æfingarnar og leikirnir verða svolítið þreytt dæmi. Ég er búinn að vera í þrjú ár með þennan knattspyrnustjóra. Hann kennir öllum um nema sjálfum sér. Hann segir það bara við okkur líka.“ Evans var ráðinn aftur til Rotherham í apríl 2024 en var rekinn þaðan tæpu ári seinna. Liðið vann aðeins átján af fimmtíu leikjum undir hans stjórn.
Enski boltinn Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Sjá meira