Sport

Slær Rooney öll markametin?

Ruud Van Nistelroy, framherji Man. Utd., sagði eftir sigur félagsins á Fenerbache í Meistaradeild Evrópu í gær að hin 18 ára gamli Wayne Rooney hafi alla burði til þess að slá öll markamet félagsins. Rooney skoraði þrennu í þessum fyrsta leik sínum fyrir Man. Utd. og í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni. Nistelrooy skoraði sjálfur eitt mark og hefur skorað 31 Evrópumark fyrir félagið sem er félagsmet. Bobby Charlton er markahæsti leikmaður Man. Utd. frá upphafi með 199 mörk. Man. Utd hefur 4 stig í D riðli lykt og Olympique Lyon sem sigraði Sparta Prag, 2-1. Fenerbache hefur 3 stign og Sparta Prag er án stiga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×