Guðmundur lýkur keppni 29. september 2004 00:01 Guðmundur Guðmundsson hætti í gær sem þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik en hann hefur stýrt landsliðinu síðan 1. maí árið 2001. Þessi ákvörðun Guðmundur kemur nokkuð á óvart enda hefur hann lýst því yfir í viðtölum síðustu vikur að hann hefði fullan hug á því að þjálfa landsliðið áfram. "Þetta var mjög erfið ákvörðun enda hefur mér liðið ákaflega vel í þessu starfi," sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið í gær en hann var nokkuð léttur í bragði þótt það leyndi sér ekki að hann sæi eftir starfinu. "Þetta er búinn að vera mjög skemmtilegur tími og ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að sinna þessu starfi. Þetta hefur verið mjög gefandi og ég er reynslunni ríkari eftir þetta ævintýri." Guðmundur lýsti því einnig yfir á blaðamannafundinum í gær að hann væri hættur afskiptum af handbolta í bili. Hann hefur á næstu dögum störf sem ráðgjafi á sviði starfsmannamála hjá PARX-viðskiptaráðgjöf. "Ég er búinn að vera ansi lengi í handboltanum en sá tími sem ég hef eytt í handbolta á minni ævi fyllir upp í heil þrjú ár og það er ansi drjúgur tími. Það verður gaman að takast á við ný verkefni á nýjum stað en ég ætla ekki að útiloka það að ég fari aftur í handboltann en það verður ekki á næstunni," sagði Guðmundur en hann segist ekki hafa verið beittur þrýstingi af hálfu HSÍ um að segja starfinu lausu heldur hafi þetta verið hans eigin ákvörðun. "Það var enginn þrýstingur af hálfu HSÍ. Þeir buðu mér aftur á móti upp á að klára samninginn en ég vil víkja núna og hleypa öðrum manni að sem hefur þá nægan tíma til þess að undirbúa liðið fyrir HM í Túnis," sagði Guðmundur en hvernig stendur á því að hann hefur skipt algjörlega um skoðun á svona skömmum tíma? "Ég var búinn að hugsa málið mjög lengi og eftir að hafa endurmetið stöðuna þá tók ég þessa ákvörðun. Það var mikil vinna að vera landsliðsþjálfari og ég er að byrja í nýju starfi sem ég get ekki sinnt af eðlilegri getu ef ég held áfram með landsliðið." Guðmundur sagði í ræðu sinni á fundinum að hann væri mjög þakklátur þjóðinni sem hefði sýnt honum mikinn stuðning á síðustu árum. Einnig þakkaði hann þeim leikmönnum sem hann starfaði með sem og stjórn HSÍ. Hann sagðist ganga á brott stoltur af þeim árangri sem hann náði með liðið. Hápunktur Guðmundar sem landsliðsþjálfara var þó tvímælaust EM 2002 þar sem Ísland hafnaði í fjórða sæti. Landsliðið endaði síðan í sjöunda sæti á HM í Portúgal 2003 undir stjórn Guðmundar. Illa gekk á EM 2004 þar sem Ísland lenti í þrettánda sæti og hann lauk síðan keppni með landsliðinu í Aþenu þar sem Ísland hafnaði í níunda sæti. Íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson hætti í gær sem þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik en hann hefur stýrt landsliðinu síðan 1. maí árið 2001. Þessi ákvörðun Guðmundur kemur nokkuð á óvart enda hefur hann lýst því yfir í viðtölum síðustu vikur að hann hefði fullan hug á því að þjálfa landsliðið áfram. "Þetta var mjög erfið ákvörðun enda hefur mér liðið ákaflega vel í þessu starfi," sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið í gær en hann var nokkuð léttur í bragði þótt það leyndi sér ekki að hann sæi eftir starfinu. "Þetta er búinn að vera mjög skemmtilegur tími og ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að sinna þessu starfi. Þetta hefur verið mjög gefandi og ég er reynslunni ríkari eftir þetta ævintýri." Guðmundur lýsti því einnig yfir á blaðamannafundinum í gær að hann væri hættur afskiptum af handbolta í bili. Hann hefur á næstu dögum störf sem ráðgjafi á sviði starfsmannamála hjá PARX-viðskiptaráðgjöf. "Ég er búinn að vera ansi lengi í handboltanum en sá tími sem ég hef eytt í handbolta á minni ævi fyllir upp í heil þrjú ár og það er ansi drjúgur tími. Það verður gaman að takast á við ný verkefni á nýjum stað en ég ætla ekki að útiloka það að ég fari aftur í handboltann en það verður ekki á næstunni," sagði Guðmundur en hann segist ekki hafa verið beittur þrýstingi af hálfu HSÍ um að segja starfinu lausu heldur hafi þetta verið hans eigin ákvörðun. "Það var enginn þrýstingur af hálfu HSÍ. Þeir buðu mér aftur á móti upp á að klára samninginn en ég vil víkja núna og hleypa öðrum manni að sem hefur þá nægan tíma til þess að undirbúa liðið fyrir HM í Túnis," sagði Guðmundur en hvernig stendur á því að hann hefur skipt algjörlega um skoðun á svona skömmum tíma? "Ég var búinn að hugsa málið mjög lengi og eftir að hafa endurmetið stöðuna þá tók ég þessa ákvörðun. Það var mikil vinna að vera landsliðsþjálfari og ég er að byrja í nýju starfi sem ég get ekki sinnt af eðlilegri getu ef ég held áfram með landsliðið." Guðmundur sagði í ræðu sinni á fundinum að hann væri mjög þakklátur þjóðinni sem hefði sýnt honum mikinn stuðning á síðustu árum. Einnig þakkaði hann þeim leikmönnum sem hann starfaði með sem og stjórn HSÍ. Hann sagðist ganga á brott stoltur af þeim árangri sem hann náði með liðið. Hápunktur Guðmundar sem landsliðsþjálfara var þó tvímælaust EM 2002 þar sem Ísland hafnaði í fjórða sæti. Landsliðið endaði síðan í sjöunda sæti á HM í Portúgal 2003 undir stjórn Guðmundar. Illa gekk á EM 2004 þar sem Ísland lenti í þrettánda sæti og hann lauk síðan keppni með landsliðinu í Aþenu þar sem Ísland hafnaði í níunda sæti.
Íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira