Sport

O´Leary þarf 5 leikmenn

David O´Leary, knattspyrnustjóri Aston Villa segist þurfa 5 leikmenn í hæsta gæðaflokki til þess að geta keppt við bestu liðin í úrvalsdeildinni. O´Leary veit að þessa leikmenn fær hann varla þegar opnað verður fyrir kaup á nýjan leik í janúar, en hann leggur mikla áherslu á að fundinn verði peningur til þess að kaupa þessa leikmenn fyrir næsta tímabil. Það sé því undir stjórnarmönnum félagsins komið hvort þeir vilji fara með liðið alla leið á topinn. Villa náði 6. sætinu í fyrra, sem þótti gott, en betur má ef duga skal og O´Leary vill komast í eitt af 5 efstu sætunum. Þau hafa sömu fimm liðin hertekið síðastliðin 3 ár, enda með töluvert sterkari leikmannahópa en liðin þar fyrir neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×