Sport

Ráðist á hús Roy Keane

Lögreglan í Manchester rannsakar árás á hús Roy Keane, leikmanns Manchester United, sem átti sér stað á sunnudaginn var. Svo virðist sem flugeldum hafi verið skotið að húsinu rúmlega sjö um morguninn. Flugeldunum fylgdu niðrandi skilaboð sem beindust gegn þjóðerni Keane, sem er Íri. Ekki er vitað hvort Keane og fjölskylda hans voru heima þegar árásin átti sér stað. Það var nágranni sem gerði lögreglu viðvart um athæfið en eldur sem kviknaði út frá flugeldunum var slokknaður þegar lögreglu bar að. Lögreglan telur árásina tengjast ákæru 16 ára drengs á hendur Keane fyrir að ráðast á sig fyrir rúmri viku síðan. Keane hefur neitað ásökunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×