Sport

Komst Hermann upp með hendi?

Mark Hughes, knattspyrnustjóri Blackburn, kenndi dómaranum Steve Dunn fyrir tapið gegn Charlton. Hughes vill meina að Hermann Hreiðarsson hafi handleikið knöttinn innan teigs þegar Brett Emerton gaf sendingu fyrir markið. „Þetta var greinilega vítaspyrna,“ sagði Hughes. „Ég er vonsvikinn því við áttum fleiri færi í leiknum og spiluðum betri fótbolta en þeir.“ Hughes viðurkenndi að sínir menn hefðu átt í vandræðum nálægt marki andstæðinganna. „Við áttum í smá erfiðleikum en við munum ná tökum á því á æfingum. Ég var ánægður með heildina,“ sagði Mark Hughes.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×