Sport

Magnús til KR

Magnús Gylfason var í dag ráðinn þjálfari meistaraflokks KR í knattspyrnu. Hann gerði þriggja ára samning við félagið. Magnús hefur undanfarin tvö ár þjálfað ÍBV og náði liðið öðru sæti á nýloknu Íslandsmóti. Magnús, sem tekur viið af Willum Þór Þórssyni, er ekki alveg ókunnugur KR, því hann hefur verið þar innabúðar áður, meðal annars var hann aðstoðarþjálfari Lúkasar Kostic. Þá hafa KR-ingar gert tveggja ára samning við færeyska landsliðsmanninn Rógva Jacobsen, en hann kemur frá HB í Þórshöfn. Rógvi er 25 ára og hefur leikið 25 landsleiki fyrir þjóð sína.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×