Sport

Benitez segir fólki að bíða

Það þýðir ekki að dæma Liverpool-liðið strax segir Rafa Benitez, knattspyrnustjórinn spænski. Benitez segir minnst 2 mánuði í að fólk muni sjá handbragð sitt á liðinu að fullu. Rafa segir erfitt að æfa nýja hluti, þar sem leikmenn séu sífellt í ferðalögum með landsliðum sínum, sem geri sér afar erfitt fyrir. Hvort varnaðarorð Benitez eru til þess fallin að draga úr væntingum stuðningsmanna fyrir leikinn gegn stjörnum príddu liði Chelsea á sunnudaginn skal ósagt látið, en ljóst að Spánverjinn vill ekki að fólk gagnrýni sína menn of hart fyrr en lengra er liðið á leiktíðina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×