Sport

Þorbergur hættur með FH

Þorbergur Aðalsteinsson hefur látið af störfum sem þjálfari handknattleiksliðs FH. Þetta var sameiginleg niðurstaða hans og forráðamanna handknattleiksdeildar félagsins. Guðjón Árnason, aðstoðarþjálfari, lætur einnig af störfum. FH-ingar hafa byrjað þetta tímabil illa, náðu jafntefli gegn Þór, töpuðu svo fyrir Haukum og HK. Á þriðjudagskvöldið tapaði liðið svo aftur fyrir HK, þá í bikarnum, og virðist það tap hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Þorbergur tók við þjálfun FH-liðsins fyrir tæpum tveimur árum af Einari Gunnari Sigurðssyni. Á þessum tveimur  tímabilum undir stjórn Þorbergs komst FH í úrslitakeppnina en beið í bæði skiptin lægri hlut gegn Val í 8-liða úrslitum. FH, sem er næstsigursælasta handknattleikslið Íslands, aðeins Valur hefur hefur unnið fleiri titla, hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 1992 og ekki bikarmeistari síðan 1994.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×