Sport

Magnús þjálfar KR næstu þrjú ár

Magnús Gylfason, fyrrverandi þjálfari meistaraflokks ÍBV í knattspyrnu var í dag ráðinn þjálfari meistaraflokks KR. Forráðamenn KR-sports greindu frá ráðningu Magnúsar fyrir stundu. Gerður var þriggja ára samningur við Magnús en hann kemur í stað Willums Þórs Þórssonar, sem þjálfaði KR síðustu þrjár leiktíðir. KR-sport ákvað að segja upp samningnum við Willum nú haust en hann átti þá tvö ár eftir af fimm ára samningi við félagið. Jafnframt kynntu forráðamenn KR-sports að gengið hefði verið frá tveggja ára samningi við færeyska landsliðsmanninn Rógva Jacobsen. Rógvi er 25 ára og lék  síðast með HB í Færeyjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×