Sport

Óljóst með Sigurð

Ekki er orðið ljóst hvort Sigurður Jónsson muni stýra Víkingum í 1. deildinni á komandi tímabili en Víkingar féllu úr Landsbankadeildinni á nýafstöðnu keppnistímabili á dramatískan hátt á síðustu mínútum lokaumferðarinnar. Sigurður átti fund með stjórn knattspyrnudeildar Víkings á fimmtudagskvöldið þar sem málin voru rædd og sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að það væri algjörlega óljóst hvort hann yrði áfram hjá félaginu. "Ég þarf að sjá hvort það er einhver metnaður fyrir því hjá stjórninni að halda sama mannskap og í sumar. Ef allir verða áfram mun ég ekki stökkva frá en ef menn hafa ekki metnað til að halda þeim mönnum þá læt ég mig hverfa. Þetta kemur í ljós mjög fljótlega," sagði Sigurður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×