Sport

Valur selur heimaleik

Valur og Grasshoppers frá Sviss mætast í 2. umferð EHF-keppninnar í handknattleik. Valsmenn ákváðu að selja heimaleikinn og verða því báðar viðureignirnar í Sviss aðra helgi. Fyrri leikurinn fer fram föstudaginn 8. október og er seinni leikurinn daginn eftir. Fyrirfram eru Valsmenn sigurstranglegri en Grasshoppers, sem eru í 2. deild í Sviss, munu vafalaust bíta frá sér í leikjunum tveimur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×