Sport

Eiður Smári vill betri árangur

Eiður Smári þyrstir í betri árangur með Chelsea. Þetta segir hann í ítarlegu viðtali á heimasíðu félagsins. "Það er fúlt að vera alltaf einu skrefi frá titli en ná ekki alla leið. Það hefur oft vantað herslumuninn," sagði Eiður Smári. Pilturinn sagðist vilja bæta árangurinn frá fyrri árum. "Það gildir einu hvort það sé enska deildin eða Meistaradeildin. Ef ég fengi að velja, ynnum við báðar keppnirnar." Chelsea fær Liverpool í heimsókn á sunnudaginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×