Sport

Keane enn í vandræðum

Vandamál Írans skapbráða, Roy Keane, utan vallar halda áfram. Í gær var flugeldum skotið að húsi Keane, þar sem hann var í róelgheitum með konu sinni og fjórum börnum. Flugeldarnir stöðvist á húsveggnum, en einnig voru skrifuð skilaboð til Keane fyrir utan húsið, þar sem honum og þjóðerni hans var blótað í sand og ösku. Lögregla rannsakar tildrög uppátækisins, en aðeins örfáir dagar eru síðan Keane mætti fyrir rétt vegna meintrar árásar á 16 ára gamlan pilt á golfvelli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×