Lengi lifir í gömlum glæðum 28. september 2004 00:01 Íslandsmeistaramótið í íshokkí hófst um helgina með leik Bjarnarins úr Reykjavík og Narfa frá Hrísey. Lið Narfa er nýstofnað og samanstendur af strákum sem margir eru komnir yfir sitt besta en finnst of gaman til að hætta. Öllu gamni fylgir þó alvara og er fullur hugur í liðinu að vinna titilinn. Góðar líkur eru á að meiri spenna verði á Íslandsmeistaramótinu í íshokkí sem hófst um helgina en nokkru sinni fyrr. Tvær ástæður eru fyrir því. Annars vegar eiga sér stað talsverð kynslóðaskipti í greininni. Inn eru að koma strákar sem hafa alist upp við skautahallir í bakgarðinum og eru því betri fyrir vikið. Hins vegar hefur fjölgað um eitt lið í deildinni og eru þau nú orðin fjögur talsins sem keppa um Íslandsmeistaratitilinn. Nýja liðið kemur alla leið frá Hrísey og höfðu leikmenn þess hvorki æft né komið saman áður en fyrsti leikur þeirra hófst um helgina. Vorum meira eða minna hættir "Það má segja að við höfum allir verið búnir að fá nóg og vorum meira eða minna hættir þegar þessi hugmynd kom upp," segir Sigurður Sveinn Sigurðsson, fyrirliði íshokkífélagsins Narfa frá Hrísey en nýstofnað félagið var að spila sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu í íshokkí um helgina. Töpuðu þeir naumlega fyrir sterku liði Bjarnarins 9 - 7. Leikurinn markaði enn fremur upphaf Íslandsmótsins í íshokkí og er þetta í fyrsta sinn sem liðin í deildinni eru fleiri en þrjú. Þrátt fyrir sterka byrjun Narfa í leiknum, þar sem þeir leiddu 3 - 4 eftir fyrsta leikhluta, fór að bera á þreytu meðal liðsmanna í öðrum leikhluta enda hafði ekki gefist mikill tími til æfinga síðan félagið var stofnað með litlum fyrirvara í sumar. Reyndar hafði liðið alls ekkert hist áður en kom að leiknum við Björninn þar sem helmingur liðsins býr fyrir norðan og hinn helmingurinn á höfuðborgarsvæðinu. Sigurður hefur sjálfur spilað íshokkí síðan hann var polli og var ekki viss um hvort hann ætlaði sér að keppa þennan veturinn þegar Íslandsmótinu lauk í vor. "Þetta er svo stór hluti af mínu lífi og margra þessara stráka sem í liðinu eru að það fóru að renna á mig tvær grímur í sumar. Þá flaug mér í hug einn daginn að koma á fót nýju liði þar sem fyrst og fremst væri um að ræða að keppa og hafa gaman af. Ég hafði samband við nokkra félaga sem einnig voru annaðhvort hættir að spila eða við það að hætta og niðurstaðan varð sú að við komum þessu á koppinn og nú er fyrsti leikurinn að baki." Sigurður er þess fullviss að lið Narfa geti strítt hinum hefðbundnu liðum og telur ekki ólíklegt að liðið geti endað sem meistari. "Það eru ákveðin kynslóðaskipti í íshokkídeildinni og því er ómögulegt að segja til um hvernig mótið fer í þetta sinn. Nú verða spilaðir fleiri leikir en verið hefur og ég vil meina að með okkar reynslu séum við fullfærir um að veita hinum liðunum verðuga keppni. Ég er til dæmis fullviss um að lið Bjarnarins sigrar okkur ekki aftur í vetur. Þetta er eingöngu spurning um að komast í form svo menn endist út leikinn og jafnvel að bæta við einhverjum mannskap en við vorum að keyra á tveimur línum gegn Birninum. Það eru of fáir menn." Fyrsti heimaleikurinn á sunnudaginn Fjölmargir reyndari leikmenn eru enn með lausa samninga en liðin í deildinni hafa fram á fimmtudag til að næla sér í fleiri leikmenn úr þeim hópi. Sigurður taldi ekki ólíklegt að einhverjir þeirra bættust í hóp Narfa áður en fyrsti heimaleikur liðsins fer fram á sunnudaginn kemur. Mikill fjöldi útlendinga Athygli hefur vakið að lið Narfa kemur frá Hrísey en þar eru engar aðstæður til íshokkíiðkunar og raunar lítið um íþróttamannvirki af einhverjum toga. Það, að Hríseyingar eigi allt í einu lið í efstu deild í íþróttum, er einnig nokkuð sem íbúar hafa ekki vanist hingað til og allmargir eyjaskeggjar hafa tilkynnt um komu sína í skautahöllina á Akureyri um helgina þegar fyrsti heimaleikur Narfa fer fram gegn Íslandsmeisturum Skautafélags Akureyrar. "Ég vissi fyrst ekkert hvað Sigurður var að fara þegar hann hringdi fyrst í mig," segir Þröstur Jóhannsson, trillukarl og formaður ungmennafélagsins Narfa. "Svo rann upp fyrir mér ljós og ég lagði blessun yfir þetta, enda ekki á hverjum degi sem slíkt gerist. Hugmyndin var náttúrulega sú að fyrst hreppurinn hefur sameinast Akureyri fær ungmennafélagið úthlutaðan tíma í skautahöllinni og þann tíma nota strákarnir. Því er þó ekki að neita að þetta hefur vakið athygli og fólki finnst spennandi að eiga hlut í liði sem þessu. Allmargir í eynni hyggjast fara og sjá leikinn um helgina. Það eina sem ég persónulega hef áhyggjur af er þessi mikli fjöldi útlendinga í liðinu en í því er enginn heimamaður." Sigurður sigursæll Fyrirliði Narfa er Sigurður Sveinn Sigurðsson en hann er einn sigursælasti íshokkíspilari landsins eftir langan feril á ísnum. Hann hefur bæði keppt fyrir Skautafélag Reykjavíkur og Skautafélag Akureyrar og unnið með þeim þrettán Íslandsmeistaratitla sem er algjört einsdæmi. Hann hefur einnig verið valinn íshokkímaður ársins oftar en einu sinni. Þrátt fyrir titlafjöldann er Sigurður aðeins 28 ára gamall. "Það hefur hist svona á að ég hef spilað með þeim liðum sem hafa unnið titla undanfarin ár og er vissulega ánægjulegt. Ég hef stundað íshokkí frá unga aldri og leikurinn hefur verið stór hluti af mínu lífi alla tíð síðan. Svo stór að ég gat ekki hugsað mér að leggja skautana á hilluna þegar til kom." Sigurður segir Íslendinga enn eiga talsvert í land hvað íshokkí snertir og segir að búast megi við að gæði leiksins fari batnandi nú þegar skautahöllum fjölgar. "Það hefur orðið vakning með þessum skautahöllum og mjög margir æfa iþróttina þessa dagana. Það mun skila sér þegar fram líða stundir en í dag erum við skrefinu á eftir þessum þjóðum sem eru hvað færastar og eigum talsvert í land." Lyftistöng fyrir íþróttina á Íslandi "Þetta gefur íþróttinni mikið enda hafa sömu lið verið að berjast í íshokkí um árabil og þörf á nýliðun," segir Viðar Garðarsson, formaður Íshokkísambands Íslands vegna tilkomu Narfa í íslensku deildina. Viðar segir þetta þó aðeins fyrsta skrefið og spáir því að innan fimm til sex ára verði komin tvö eða þrjú lið til viðbótar og þá verði gaman að vera áhugamaður um íshokkí. "Staðreyndin er sú að það er mikil gerjun meðal yngri kynslóðarinnar og fleiri og fleiri læfa íþróttina á hverju ári. Sífellt fleiri sveitar- og bæjarfélög hafa skoðað möguleikann á að reisa skautahallir og þar eru Hafnfirðingar fremstir í flokki. Tilkoma Narfa á því eftir að auka veg og vanda íshokkídeildarinnar og því fleiri sem fá áhugann, því fleiri eru líklegri til að reima á sig skauta, grípa kylfu í hönd og taka þátt." Kristján Þór Júliusson, bæjarstjóri Akureyrar, fagnaði því að í sveitarfélaginu væru nú tvö stórlið í íshokkí. "Þetta sýnir best hvað hefst þegar sveitarfélög sameinast og hægt er að ýta undir að íþróttir og félagsstarf ýmis konar vaxi og dafni frekar en áður var hægt. Ég kemst nú ekki á leikina um helgina en það bíður bara betri tíma." Íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Sjá meira
Íslandsmeistaramótið í íshokkí hófst um helgina með leik Bjarnarins úr Reykjavík og Narfa frá Hrísey. Lið Narfa er nýstofnað og samanstendur af strákum sem margir eru komnir yfir sitt besta en finnst of gaman til að hætta. Öllu gamni fylgir þó alvara og er fullur hugur í liðinu að vinna titilinn. Góðar líkur eru á að meiri spenna verði á Íslandsmeistaramótinu í íshokkí sem hófst um helgina en nokkru sinni fyrr. Tvær ástæður eru fyrir því. Annars vegar eiga sér stað talsverð kynslóðaskipti í greininni. Inn eru að koma strákar sem hafa alist upp við skautahallir í bakgarðinum og eru því betri fyrir vikið. Hins vegar hefur fjölgað um eitt lið í deildinni og eru þau nú orðin fjögur talsins sem keppa um Íslandsmeistaratitilinn. Nýja liðið kemur alla leið frá Hrísey og höfðu leikmenn þess hvorki æft né komið saman áður en fyrsti leikur þeirra hófst um helgina. Vorum meira eða minna hættir "Það má segja að við höfum allir verið búnir að fá nóg og vorum meira eða minna hættir þegar þessi hugmynd kom upp," segir Sigurður Sveinn Sigurðsson, fyrirliði íshokkífélagsins Narfa frá Hrísey en nýstofnað félagið var að spila sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu í íshokkí um helgina. Töpuðu þeir naumlega fyrir sterku liði Bjarnarins 9 - 7. Leikurinn markaði enn fremur upphaf Íslandsmótsins í íshokkí og er þetta í fyrsta sinn sem liðin í deildinni eru fleiri en þrjú. Þrátt fyrir sterka byrjun Narfa í leiknum, þar sem þeir leiddu 3 - 4 eftir fyrsta leikhluta, fór að bera á þreytu meðal liðsmanna í öðrum leikhluta enda hafði ekki gefist mikill tími til æfinga síðan félagið var stofnað með litlum fyrirvara í sumar. Reyndar hafði liðið alls ekkert hist áður en kom að leiknum við Björninn þar sem helmingur liðsins býr fyrir norðan og hinn helmingurinn á höfuðborgarsvæðinu. Sigurður hefur sjálfur spilað íshokkí síðan hann var polli og var ekki viss um hvort hann ætlaði sér að keppa þennan veturinn þegar Íslandsmótinu lauk í vor. "Þetta er svo stór hluti af mínu lífi og margra þessara stráka sem í liðinu eru að það fóru að renna á mig tvær grímur í sumar. Þá flaug mér í hug einn daginn að koma á fót nýju liði þar sem fyrst og fremst væri um að ræða að keppa og hafa gaman af. Ég hafði samband við nokkra félaga sem einnig voru annaðhvort hættir að spila eða við það að hætta og niðurstaðan varð sú að við komum þessu á koppinn og nú er fyrsti leikurinn að baki." Sigurður er þess fullviss að lið Narfa geti strítt hinum hefðbundnu liðum og telur ekki ólíklegt að liðið geti endað sem meistari. "Það eru ákveðin kynslóðaskipti í íshokkídeildinni og því er ómögulegt að segja til um hvernig mótið fer í þetta sinn. Nú verða spilaðir fleiri leikir en verið hefur og ég vil meina að með okkar reynslu séum við fullfærir um að veita hinum liðunum verðuga keppni. Ég er til dæmis fullviss um að lið Bjarnarins sigrar okkur ekki aftur í vetur. Þetta er eingöngu spurning um að komast í form svo menn endist út leikinn og jafnvel að bæta við einhverjum mannskap en við vorum að keyra á tveimur línum gegn Birninum. Það eru of fáir menn." Fyrsti heimaleikurinn á sunnudaginn Fjölmargir reyndari leikmenn eru enn með lausa samninga en liðin í deildinni hafa fram á fimmtudag til að næla sér í fleiri leikmenn úr þeim hópi. Sigurður taldi ekki ólíklegt að einhverjir þeirra bættust í hóp Narfa áður en fyrsti heimaleikur liðsins fer fram á sunnudaginn kemur. Mikill fjöldi útlendinga Athygli hefur vakið að lið Narfa kemur frá Hrísey en þar eru engar aðstæður til íshokkíiðkunar og raunar lítið um íþróttamannvirki af einhverjum toga. Það, að Hríseyingar eigi allt í einu lið í efstu deild í íþróttum, er einnig nokkuð sem íbúar hafa ekki vanist hingað til og allmargir eyjaskeggjar hafa tilkynnt um komu sína í skautahöllina á Akureyri um helgina þegar fyrsti heimaleikur Narfa fer fram gegn Íslandsmeisturum Skautafélags Akureyrar. "Ég vissi fyrst ekkert hvað Sigurður var að fara þegar hann hringdi fyrst í mig," segir Þröstur Jóhannsson, trillukarl og formaður ungmennafélagsins Narfa. "Svo rann upp fyrir mér ljós og ég lagði blessun yfir þetta, enda ekki á hverjum degi sem slíkt gerist. Hugmyndin var náttúrulega sú að fyrst hreppurinn hefur sameinast Akureyri fær ungmennafélagið úthlutaðan tíma í skautahöllinni og þann tíma nota strákarnir. Því er þó ekki að neita að þetta hefur vakið athygli og fólki finnst spennandi að eiga hlut í liði sem þessu. Allmargir í eynni hyggjast fara og sjá leikinn um helgina. Það eina sem ég persónulega hef áhyggjur af er þessi mikli fjöldi útlendinga í liðinu en í því er enginn heimamaður." Sigurður sigursæll Fyrirliði Narfa er Sigurður Sveinn Sigurðsson en hann er einn sigursælasti íshokkíspilari landsins eftir langan feril á ísnum. Hann hefur bæði keppt fyrir Skautafélag Reykjavíkur og Skautafélag Akureyrar og unnið með þeim þrettán Íslandsmeistaratitla sem er algjört einsdæmi. Hann hefur einnig verið valinn íshokkímaður ársins oftar en einu sinni. Þrátt fyrir titlafjöldann er Sigurður aðeins 28 ára gamall. "Það hefur hist svona á að ég hef spilað með þeim liðum sem hafa unnið titla undanfarin ár og er vissulega ánægjulegt. Ég hef stundað íshokkí frá unga aldri og leikurinn hefur verið stór hluti af mínu lífi alla tíð síðan. Svo stór að ég gat ekki hugsað mér að leggja skautana á hilluna þegar til kom." Sigurður segir Íslendinga enn eiga talsvert í land hvað íshokkí snertir og segir að búast megi við að gæði leiksins fari batnandi nú þegar skautahöllum fjölgar. "Það hefur orðið vakning með þessum skautahöllum og mjög margir æfa iþróttina þessa dagana. Það mun skila sér þegar fram líða stundir en í dag erum við skrefinu á eftir þessum þjóðum sem eru hvað færastar og eigum talsvert í land." Lyftistöng fyrir íþróttina á Íslandi "Þetta gefur íþróttinni mikið enda hafa sömu lið verið að berjast í íshokkí um árabil og þörf á nýliðun," segir Viðar Garðarsson, formaður Íshokkísambands Íslands vegna tilkomu Narfa í íslensku deildina. Viðar segir þetta þó aðeins fyrsta skrefið og spáir því að innan fimm til sex ára verði komin tvö eða þrjú lið til viðbótar og þá verði gaman að vera áhugamaður um íshokkí. "Staðreyndin er sú að það er mikil gerjun meðal yngri kynslóðarinnar og fleiri og fleiri læfa íþróttina á hverju ári. Sífellt fleiri sveitar- og bæjarfélög hafa skoðað möguleikann á að reisa skautahallir og þar eru Hafnfirðingar fremstir í flokki. Tilkoma Narfa á því eftir að auka veg og vanda íshokkídeildarinnar og því fleiri sem fá áhugann, því fleiri eru líklegri til að reima á sig skauta, grípa kylfu í hönd og taka þátt." Kristján Þór Júliusson, bæjarstjóri Akureyrar, fagnaði því að í sveitarfélaginu væru nú tvö stórlið í íshokkí. "Þetta sýnir best hvað hefst þegar sveitarfélög sameinast og hægt er að ýta undir að íþróttir og félagsstarf ýmis konar vaxi og dafni frekar en áður var hægt. Ég kemst nú ekki á leikina um helgina en það bíður bara betri tíma."
Íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Sjá meira