Sport

Rooney með þrennu í fyrsta leik

Það tók Wayne Rooney aðeins 17 mínútur að komast á blað í búningi Manchester United, eftir 28 mínútur var þetta 18 ára undrabarn búið að skora tvö mörk og þrennuna innsiglaði hann með skoti beint úr aukaspyrnu á 54. mínútu leiksins. Manchester United vann tyrkneska liðið Fenerbahce, 6-2, í annarri umferð Meistaradeild Evrópu en þetta var fyrsti leikur Rooney frá því á Evrópumótinu í Portúgal í sumar. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað í þrjá mánuði sýndi strákurinn engan sviðsskrekk á frumsýningu sinni í Leikhúsi draumanna og öll mörkin hans voru glæsileg. „Miðað við að þetta var hans fyrsti leikur þá var hann magnaður. Hann virkaði þreyttur síðustu 25 mínúturnar en þá var sigurinn í höfn. Ég held að allir hafi nú séð hvað býr í þessum dreng,“ sagði Alex Ferguson, stjóri Man. United eftir leik. Sylvian Wiltord tryggði síðan Lyon sigur á Spörtu Prag og liðið er við hlið United á toppi riðilsins. Fyrirliðinn Raúl var hetja Real Madrid sem lenti 0-2 undir á heimavelli sínum en vann 4-2 eftir að Raúl hafði skorað tvö og fiskaði að auki víti sem Luis Figo skoraði úr. Dynamo Kiev er með fullt hús í riðlinum eftir 4-2 á Real-bönunum í Leverkusen. Bayern München og Juventus eru með fullt hús í sínum riðli en Roy Makaay skoraði þrennu í 4-0 sigri Bayern á Ajax. Liverpool tapaði fyrir Olympiakos í Grikklandi sem gat vel unnið stærri sigur en Mónakó tryggði sér sigur á Deportivo í sama riðli með tveimur mörkum á fyrstu tíu mínútum leiksins. A-riðillMónakó–Deportivo 2-01-0 Kallon (5.), 2-0 Saviola (10.) Olympiakos-Liverpool 1-01-0 Stoltidis (17.) B-riðillDynamo Kiev-Leverkusen 4-21-0 Rincón (30.), 1-1 Voronin (59.), 1-2 Nowotny (68.), 2-2 Rincón (69.), 3-2 Cernat (74.), 4-2 Cernat (90.). Real Madrid-Roma 4-20-1 De Rossi (3.), 0-2 Cassano (21.), 1-2 Raúl (39.), 2-2 Figo, víti (53.), 3-2 Raúl (72.), 4-2 Roberto Carlos (79.). C-riðillBayern München-Ajax 4-01-0 Makaay (28.), 2-0 Makaay (44.), 3-0 Makaay, víti (51.), 4-0 Zé Roberto (55.).Juventus-Maccabi Tel-Aviv 1-0 1-0 Camoranesi (37.)D-riðill Man. Utd.-Fenerbahce 6-2 1-0 Giggs (7.), 2-0 Rooney (17.), 3-0 Rooney (28.), 3-1 Nobre (46.), 4-1 Rooney (54.), 4-2 Sanli (59.), 5-2 Van Nistelrooy (78.), 6-2 Bellion (81.). Sparta Prag-Lyon 1-21-0 Jun (7.), 1-1 Essien (25.), 1-2 Wiltord (58.)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×