Sport

Keflvíkingar bikarmeistarar

Keflvíkingar sigruðu KA 3-0 í úrslitaleik bikarkeppni KSÍ, VISA-bikarnum, á Laugardalsvellinum nú fyrir stundu. Keflvíkingar voru 2 - 0 yfir í leikhléi. Þórarinn Kristjánsson skoraði bæði mörkin. Fyrsta markið kom á 11 mínútu úr vítaspyrnu eftir að Scott Ramsey var felldur innan vítategs, annað markið kom síðan á 22 mínútu. Síðasta markið skoraði svo varamaðurinn Hörður Sveinsson undir lok leiksins. Keflvíkingar hafa þar með unnið bikarinn þrisvar sinnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×