Sport

Grétar til Djurgården

Framherjinn Grétar Hjartarson, sem skoraði ellefu mörk fyrir Grindvíkinga á nýafstöðnu tímabili í Landsbankadeildinni, er farinn til sænska liðsins Djurgården þar sem hann mun dvelja til reynslu næstu daga. Grétar er með lausan samning við Grindavík og getur því farið frítt til þess liðs sem vill fá hann. Grétar verður í viku hjá Djurgården og eftir það kemur í ljós hvort hann semur við liðið, sem hefur einn Íslending innanborðs, varnarmanninn efnilega Sölva Geir Ottesen. Grétar hefur einnig vakið áhuga flestra liða í Landsbankadeildinni og hafa þau flest sett sig í samband við hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×