Fleiri fréttir

Eigandi LA Kings sektaður

Gary Bettman, forstöðumaður NHL-íshokkídeildarinnar, hefur sektað Tim Leiweke, eiganda Los Angeles Kings, fyrir ummæli sem hann lét hafa eftir sér í útvarpsviðtali á dögunum.

Narfi tapaði sínum fyrsta leik

Fyrsti leikur Íslandsmótsins í íshokkí fór fram í gærkvöldi í Egilshöllinni í Grafarvogi. Þar lagði Björninn Narfa frá Hrísey að velli 9-7 en þetta er í fyrsta sinn sem Narfi tekur þátt í mótinu.

Þrjú mörk á fimm mínútum

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tapaði naumlega fyrir Ólympíumeisturum Bandaríkjanna 4-3 í vináttuleik í Rochester í gærkvöld. Þær bandarísku komust í 3-0 en Erla S. Arnardóttir, Edda Garðarsdóttir og Laufey Ólafsdóttir jöfnuðu metin á fimm mínútna kafla í síðari hálfleik.

Keflvíkingar leika til úrslita

Keflvíkingar leika til úrslita á Norðurlandamóti félagsliða í körfuknattleik. Keflvíkingar burstuðu sænska silfurliðið Norrköping Dolphins, 112-87, í gær.

Kristín í úrslit í 50 m skriðsundi

Krístin Rós Hákonardóttir fékk þriðja besta tímann í riðlakeppninni í 50 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í Aþenu í morgun. Hún synti á 35,76 sekúndum. Úrslitasundið fer fram í kvöld. Jón Oddur Halldórsson keppir einnig í úrslitum í 200 metra hlaupi.

HK - Keflavík í dag

HK úr fyrstu deild og Keflavík í úrvalsdeild mætast í dag í síðari undanúrslitaleik Visa-bikarkeppni karla í knattspyrnu á Laugardalsvellinum og hefst viðureignin klukkan tvö. Þetta er stór stund fyrir HK en liðið hefur aldrei komist svo langt í bikarkeppni.

Barrichello sigraði í Kína

Rubens Barrichello á Ferrari hrósaði sigri í Kína-kappakstrinum í Shanghæ í morgun. Englendingurinn Jenson Button varð annar á BAR og Finninn Kimi Raikkönen þriðji á McLaren. Mikil spenna var um efstu sætin og aðeins munaði nokkrum sekúndum á efstu mönnum.

Völler hættur með Roma

Þjóðverjinn Rudi Völler er hættur sem þjálfari ítalska liðsins AS Roma eftir tæplega mánuð í starfi. Völler sagði starfi sínu lausu fyrr í dag eftir 3-1 ósigur gegn Bologna í gærkvöldi.

Juventus heldur toppsætinu

Juventus heldur toppsætinu í ítölsku fyrstu deildinni í knattspyrnu þrátt fyrir 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Palermo í gær. Zlatan Ibrahimovich jafnaði fyrir Juve í síðari hálfleik.

Vandræði Real halda áfram

Vandræði Real Madrid halda áfram á Spáni. Liðið tapaði gegn Athletico Bilbao á útivelli 2-1. Deportivo La Coruna tapaði aftur á heimavelli, nú gegn Real Betis 1-0. Athletico Madrid lagði Villareal að velli 1-0.

Düsseldorf vann óvænt

Düsseldorf vann óvæntan útisigur á Grosswallstadt 24-21 í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Alexander Petersson, fyrrverandi leikmaður Gróttu/KR, skoraði sjö mörk fyrir Düsseldorf. Einar Hólmgeirsson skoraði þrjú mörk fyrir Grosswallstadt og Snorri Steinn Guðjónsson tvö.

Williams vann opna kínverska

Tenniskonan Serena Williams vann í gær opna kínverska meistaramótið með sigri gegn hinni rússnesku Svetlönu Kuznetsovu í hörkuspenanndi viðureign, 4-6, 7-5 og 6-4.

Haukar mæta KA-mönnum í dag

Haukar og KA mætast klukkan 16.30 í dag á Íslandsmóti karla í handknattleik. Grótta/KR og ÍBV eigast við klukkan 14 hjá konunum og Haukar og Valur mætast klukkan 19.15.

Singh með tveggja högga forystu

Vijay Singh er enn með tveggja högga forystu þegar einn hringur er eftir á Lumber Classic mótinu í bandarísku mótaröðinni. Singh er á tólf höggum undir pari. Bandaríkjamaðurinn Chris DiMarco kemur næstur á tíu höggum undir pari.

Heritage-mótinu lýkur í dag

Heritage-mótinu í evrópsku mótaröðinni lýkur í dag á Woburn-vellinum í Englandi. Norðurlandabúar raða sér í efstu sætin. Svíinn Henrik Stenson er með eins höggs forystu á þrettán undir. Landi hans, Patrick Sjöland, er annar á tólf undir.

Johnson rotaði Jones í 9. lotu

Glencoffe Johnson rotaði Roy Jones yngri í níundu lotu í bardaga um heimsmeistaratignina í léttþungavigt í nótt. Jones, sem var sigurstranglegri fyrir bardagann, lá hreyfingarlaus á gólfinu í fjórar mínútur eftir högg Johnsons.

Beckham óviss með nýja þjálfarann

Enski landsliðsfyrirliðinn David Beckham er ekki viss um að hinn nýji þjálfari Real Madrid, Mariano Garcia Remon, muni fá lengri tíma til að sanna sig en forverar hans í starfinu. Remon byrjaði slælega í nýja starfinu í gærkvöldi, með 1-2 tapi gegn Athletic Bilbao.

Keflavíkingar komnir yfir

Keflvíkingar eru komnir yfir í viðureign sinni gegn HK í undanúrslitum Visa-bikarsins. Markið kom á 13. mínútu en þá tók Scott Ramsey aukaspyrnu sem Stefán Gíslason fleytti áfram, í einn leikmann HK og þaðan í netið.

Erfitt hjá Schumacher í Sjanghæ

Fyrsta Formúlu 1 keppnin sem haldin hefur verið í Kína var að mörgu leyti skrýtin reynsla fyrir heimsmeistarann Michael Schumacher. Kappinn fór út af braut í tímatöku, var síðastur á ráspól, fór einnig út af í keppninni sjálfri og sprengdi dekk. Allt þetta varð til þess að Schumacher endaði aldrei þessu vant ekki í fyrsta sæti, heldur í því tólfta.

Keflvíkingar yfir í hálfleik

Keflvíkingar leiða í hálfleik gegn HK í undanúrslitum Visa-bikarkeppninnar. Eina mark leiksins hingað til kom á 13. mínútu er boltinn fór af HK-manni í eigið net eftir góða aukaspyrnu Scott Ramsey. Leikurinn hefur verið í járnum og lítið um opin færi ef undan er skilið dauðafæri sem Ramsey fékk en hann skaut boltanum framhjá.

Ólafur með fjögur í sigri Ciudad

Ólafur Stefánsson skoraði fjögur mörk, þar af tvö úr vítum, er lið hans, Spánarmeistarar Ciudad Real, unnu stórsigur á liði Arrate á útivelli, 34-22, í spænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Þetta var þriðji sigurleik Ólafs og félaga í röð sem eru með fullt hús stiga eftir 4 leiki en fast á hæla þeirra í deildinni koma Barcelona og Ademar Leon.

Arnar skoraði og Marel fékk rautt

Lokeren vann Westerlo 3-1 í belgísku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Arnar Grétarsson skoraði fyrsta mark Lokeren en hann var í byrjunarliðinu auk Arnars Þórs Viðarssonar og Marels Baldvinssonar, en Rúnar Kristinsson er meiddur. Marel var svo vikið af velli á 75. mínútu. Lokeren er í sjöunda sæti með ellefu stig, átta stigum á eftir toppliði Brugge.

Keflvíkingar í úrslit

Keflvíkingar komust í dag í úrslit Visa-bikarkeppninnar í knattspyrnu með 1-0 sigri gegn HK. Þar með lauk bikarævintýri HK-manna en þeir leika sem kunnugt er í 1.deild. Eina mark leiksins kom strax á 13. mínútu er Scott Ramsey tók góða aukaspyrnu, boltinn hafði viðkomu í varnarmanni HK og fór þaðan í netið. Keflavík mætir KA í úrslitum.

Keflavík Norðurlandameistari

Keflvíkingar urðu í dag Norðurlandameistarar félagsliða í körfubolta er þeir báru sigurorð af finnsku meisturum í Kouvot en mótið fór fram í Bærum í Noregi. Keflvíkingar sigruðu Finnana með 109 stigum gegn 89 og var Anthony Glover stigahæstur í liði Suðurnesjamanna með 32 stig. Glover var einnig valinn besti leikmaður mótsins.

Jafnt hjá Inter og Parma

Inter og Parma skildu jöfn í ítölsku Serie A deildinni en alls fóru sjö leikir fram í dag.  Alberto Gilardino, einn efnilegasti framherji í Evrópu um þessar mundir, og Marco Marchionni skoruðu fyrir gestina í Parma en Obafemi Martins jafnaði tvisvar fyrir Inter. Í kvöld sækir AC Milan liðsmenn Lazio heim og verður leikurinn sýndur á Sýn kl. 19.20.

Everton sigraði Portsmouth

Everton sigraði Portsmouth 1-0 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Eina mark leiksins skoraði Ástralinn Tim Cahill 10 mínútum fyrir leikslok. Lee Carsley tók þá aukaspyrnu frá hægri og Cahill stökk hæsta allra í teignum og skallaði boltann í netið. Everton hefur þar með unnið fimm af fyrstu sjö leikjum sínum í deildinni.

Kristín Rós í fjórða sæti

Kristín Rós Hákonardóttir varð í dag í fjórða sæti í 50 m skriðsundi á Ólympíuleikum fatlaðra. Kristín Rós synti á 35,47 sekúndum sem er nýtt Íslandsmet. Sigurvegari var Erin Popovic frá Bandaríkjunum á 34,34.

Stenson vann í Woburn

Sænski kylfingur Henrik Stenson tryggði sér í dag sigur á Evrópumóti atvinnumanna sem fram fór á Heritage-vellinum í Woburn á Englandi. Stenson, sem þarna vann sinn annan sigur á breskri grundu, átti frábæran endasprett er hann fékk fjóra fugla á síðustu fimm holunum og lauk keppni á 19 höggum undir pari.

Keflvíkingar í bikarúrslit

Keflvíkingar eru komnir í bikarúrslitin í fótboltanum eftir 0-1 sigur á HK á Laugardalsvelli í gærdag.

Glæsilegur árangur í Aþenu

Íslensku keppendurnir gerðu heldur betur góða hluti á Ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu. Þeir hafa nú lokið keppni og koma heim með ein gullverðlaun og þrenn silfurverðlaun og er það glæsilegur árangur svo ekki sé meira sagt.

Spennandi keppni í Kína

Engu breytti þótt allt gengi á afturfótunum hjá heimsmeistaranum Michael Schumacher í Formúla 1 kappakstrinum sem fram fór í Kína í gær. Félagi hans hjá Ferrari, Rubens Barrichello, tók þá við sprotanum og sigraði eftir spennandi rimmu við þá Jenson Button og Kimi Raikkonen.

Keflavík Norðurlandameistari

"Þetta byrjaði fremur illa en það var góður stígandi í liðinu og við náðum að hampa þessum titli," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari körfuknattleiksliðs Keflavíkur sem í gær gerði sér lítið fyrir og sigraði Norðurlandamótið í körfubolta.

Haukar burstuðu Val

Haukar og Valur mættust í kvöld á Íslandsmóti kvenna í handknattleik á Ásvöllum.

Keflavík tapaði naumlega

Keflavík tapaði naumlega fyrir finnsku meisturunum Kouvot 80-76 í gærkvöld á Norðurlandamóti félagsliða í körfuknattleik en leikið er í Bærum í Noregi. Keflvíkingar léku mun betur en gegn norsku meisturunum en sá leikur tapaðist einnig.

Víkingur skellti Val á Hlíðarenda

Víkingur skellti Val 31-23 á Hlíðarenda í gærkvöld í suðurriðli á Íslandsmóti karla í handknattleik. Þröstur Helgason skoraði átta mörk fyrir Víking. Reynir Þór Reynisson varði 25 skot og lagði grunninn að sigri Víkinga.

Arnór með 1 og Einar Örn 3

Arnór Atlason skoraði eitt mark fyrir Magdeburg og Einar Örn Jónsson þrjú fyrir Wallau Massenheim þegar liðin mættust í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Magdeburg marði eins marks sigur 27-26.

Hjálmar til Hearts

Knattspyrnumaðurinn Hjálmar Þórarinsson, 18 ára sóknarmaður hjá Þrótti, verið lánaður til skoska úrvalsdeildarliðsins Hearts. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Hjálmar er þegar farinn að leika með unglingaliði félagsins.

FH og KA mætast í dag

Nýkrýndir Íslandsmeistarar FH og nýfallnir KA-menn mætast í dag í undanúrslitum í Visa- bikarkeppni karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst klukkan tvö og fer fram á Laugardalsvellinum. Liðin mættust um síðustu helgi í Landsbankadeildinni og þar vann FH 2-1. HK og Keflavík eigast við á morgun í hinum undanúrslitaleiknum.

Byrjunarlið Íslands í kvöld

Helena Ólafsdóttir, þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu, hefur valið byrjunarliðið fyrir fyrri vináttuleik gegn Ólympíumeisturum Bandaríkjanna en liðin mætast í Rochester í kvöld. Lið Íslands er þannig skipað:

Ólafur áfram með Skagamenn

Ólafur Þórðarson verður áfram þjálfari Skagamanna. Hann skrifaði í hádeginu undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum hjá félaginu. Alexander Högnason verður áfram þjálfari annars flokks jafnframt því að aðstoða Ólaf með meistaraflokk.

Ráðist á Steve Bruce

Ráðist var á Steve Bruce, knattspyrnustjóra Birmingham, fyrir utan heimili hans í nótt. Bruce kom að tveimur mönnum þar sem þeir voru að reyna að stela bíl dóttur hans. Slagsmál brutust út og meiddist Bruce lítillega í þeim. Hann mun þó stjórna liði sínu í dag gegn Bolton. Árásarmennirnir flúðu af vettvangi.

Jeffries fúlasta alvara

Mike Jeffries, kvikmyndaframleiðandi í Hollywood, segir að honum sé fúlasta alvara að kaupa meirihluta í enska stórliðinu Liverpool. Eins og íþróttadeildin greindi frá í gær þá hafa Mike Jeffries og Stuart Ford áhuga á að fjárfesta í félaginu.

Chelsea marði Boro

Leikmenn Chelsea bundu enda á jafnteflishrinu sína þegar þeir unnu Middlesbrough á útivelli í dag. Didier Drogba skorað eina mark leiksins tíu mínútum fyrir leikslok með skoti utarlega í teignum eftir að Frank Lampard hafði rennt boltanum til hans. Þeir bláklæddu höfðu sótt nær linnulaust allan síðari hálfleikinn.

Sunderland lagði Leeds

Sunderland komst í fjórða sæti í ensku fyrstu deildinni í knattspyrnu í gærkvöld þegar liðið lagði Leeds Utd. að velli 1-0 á Elland Road. Carl Robinson skoraði sigurmarkið í síðari hálfleik.

Bilbao mætir Real í kvöld

Athletico Bilbao tekur á móti Real Madríd í kvöld í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn klukkan 18.

Sjá næstu 50 fréttir