Fleiri fréttir

Romney er enn með gott forskot

Mitt Romney hefur enn forskot á aðra frambjóðendur í forvali Repúblikanaflokksins í New Hampshire samkvæmt skoðanakönnunum. Forvalið fer fram á morgun.

Sunnudagsþættir Chavez hefjast á ný

Hugo Chavez, forseti Venesúela, byrjaði í dag sína vikulegu sjónvarpsþætti eftir um 7 mánaða hlé. Eftir hann greindist með krabbamein á síðasta ári voru sunnudagsþættir hans lagðir niður tímabundið. Þáttinn í dag byrjaði Chavez með venjubundnum hætti, sendi pólitískum andstæðingum sínum tóninn meðan hann skoðaði olíuverksmiðju í austur Venesúela.

Giftingarhringur fannst í maga hunds

Nokkuð hefur borið á því undanfarið að sögur af elskendum sem finna týnda giftingarhringi á ótrúlegustu stöðu rati í fréttir. Skemmst er þess að minnast þegar vísir greindi frá pari sem fann giftingarhring á gulrót eftir 16 ára leit. Nú hefur par í Albuquerque í Bandaríkjunum fundið giftingarhring eftir umfangsmikla leit í maganum á heimilishundinum.

Vísað frá BNA vegna umræðna um tölvuárás

Sendiherra frá Venesúela hefur verið rekin burt úr Bandaríkjunum eftir að upp komst um viðræður hennar við embættistmenn frá Kúbu og Íran um mögulega tölvuárás á Bandaríkin. Sendiherrann Livia Acosta Nogera er sögð hafa rætt um möguleika á tölvuárásinni í Mexikó árið 2008. Bandarísk stjórnmál komust á snoðir um málið eftir að heimildarmynd á spænskumælandi sjónvarpsstöðinni Univision sýndi upptökur af viðræðunum. Viðstaddir voru embættismenn frá Kúbu og Íran auk fjölda öfgasinnaðara nemenda.

Teygjustökkvari lifði af 111 metra fall

Það verður að teljast kraftaverki líkast að 22 ára áströlsk kona lifði af teygjustökk sem fór í gamlársdag. Konan var á bakpokaferðalagi um Zimbabwe með vinum sínum, þegar hún ákvað að skella sér í teygjustökk. Það fór ekki betur en svo að teygjan gaf sig í stökkinu og konan féll 111 metra og lenti ofan í á. Konan lifði fallið af og hélt meðvitund. Hún reyndi að synda niður með ánni og að bakkanum það gekki illa því teygjan sem var fest við fætur hennar var föst í grjóti.

Kona "rassaði“ málverk

Bandarísk kona hefur verið kærð fyrir að nudda berum rassinum sínum við rándýrt málverk. Þetta er talin glæpsamleg hegðun. Carmen Tisch var handtekin fyrir að nudda berum rassinum á sér við listaverk sem metið var á milli 30 og 40 milljónir dollara á Clyfford Still safninu. Talið er hún hafi valdið skaða sem nemur 10 milljónum dollara.

Heimildarmynd um leiðtogann sýnd í NK

Heimildarmynd um Kim Jong-un, nýjan leiðtoga Norður Kóreu (NK), var sýnd í landinu í dag. Tilefnið var afmæli hins nýja leiðtoga. Í myndinni er Kim Jong-un í hlutverki hins mikla herleiðtoga, keyrir um á skriðdreka, heilsar hersveitum og stýrir æfingum. Hin geysiöfluga áróðursmaskína landsins virðist því þegar byrjuð að hefja ímynd hins nýja leiðtoga til skýjanna, en samfélagið byggir á mikilli leiðtogadýrkun. Eftir að Kim Jong-il, faðir Kim Jong-un, féll frá myndaðist ákveðið tómarúm í hugum almennings. Fjölmiðlar sem handgengnir eru stjórnvöldum landsins reyna nú augljóslega að breiða úr leiðtoganum unga í það tómarúm.

Markmaður sakaður um mansal

Markmaður frá Mexikó hefur verið handtekinn vegna meintrar hlutdeildar í mansalshring. Markmaðurinn Omar "el gato" Ortiz er sakaður um að vinna með hóp sem hefur staða fyrir 20 mannránum. Hann er sakaður um að hafa valið fórnarlömb hópsins.

Vangaveltur um öryggi risaflugvéla

Austurískir verkfræðingar efast um öryggi stærstu flugvéla heims, Airbus A380. Þeir hafa lagt til að þessir risar háloftanna verði teknir úr umferð meðan fram fer rannsókn á sprungum sem hafa myndast á vængjum nokkurra vélanna. Framleiðandi vélanna heldur því fram að sprungurnar hafi ekki í för með sér neina hættu. Í yfirlýsingu sem gefin var út vegna málsins segir "Það er rétt að fundist hafa litlar sprungur á klæðningu um burðarvirkið í vængnum. Við höfum fundið orsök þessa." Fram kemur að þeir muni laga gallann í vélunum. Loks er tekið fram að öryggi vélanna er ekkert skert vegna sprungnanna.

Yfirheyrður vegna dauðsfalla á spítala

Hjúkrunarfræðingur í Bretlandi er grunaður um að hafa myrt þrjá og skaðað átján sjúklinga þar sem hann gaf sjúklingum eitraða saltlausn. Verið er að yfirheyra hjúkrunarfræðinginn sem heitir Victorino Chua og er fjörutíu og sex ára gamall. Hann var handtekinn á fimmtudag eftir að farið var að rannsaka fjórða dauðsfallið á Stepping Hill spítalanum í Manchester.

Bretar fjarlægja sílíkonpúðana endurgjaldslaust

Bretar hafa ákveðið að bjóða konum sem hafa fengið PIP sílíkonpúða grædda í sig þar í landi endurgjaldslausa aðgerð þar sem þeir eru fjarlægðir. Heilbrigðissvið landsins (NHS) mun greiða fyrir aðgerðirnar. Konum sem gengust undir aðgerðir á opinberum skurðstofum verður boðið upp á einstaklingsmiðað viðtal við sérfræðing þar sem farið verður yfir stöðuna hjá hverjum og einum. Í framhaldinu verður ákveðið hvort rétt sé að fjarlægja púðana í hverju tilfelli. Verði það niðurstaðan mun hið opinbera greiða aðgerðirnar.

Arababandalagið fundar um Sýrland

Fulltrúar Arababandalagsins eiga að koma saman til fundar í Karíó í Egyptalandi í dag. Á fundinum verður ferð eftirlitsfulltrúa bandalagsins til Sýrlands rædd og viðbrögð við stigmagnandi ólgu í landinu. Talið er að á fjórða þúsund manns hafi látið lífið, síðan að mótmæli hófust í landinu, í mars á síðasta ári. Arababandlagið skoðar til hvaða refisaðgerða grípa á til en til greina kemur að beita viðskiptaþvingunum og ferðabanni.

Látin kona á landareign drottningar

Lögreglan í Englandi óskaði á föstudag eftir aðstoð almennings við að bera kennsl á konu sem fannst látin á landareign drottningarinnar við Sandringham setrið í Norfolk á sunnudaginn síðasta. Í upphafi var ekkert vitað um konunna eða ástæður þess að hún fannst þarna látin, en á föstudag sagðist lögreglan nú telja að það afar ólíklegt að konan hafi látist af eðlilegum orsökum. krufning hefur leitt í ljós að konan hafi legið látinn á landareignnninni í einn til fjóra mánuði. Elísabet drottning eyðir jafnan jólunum á Sandringham landareignninni, en hún fjölskylda hennar koma þangað ekki fyrr en um miðjan desember og fara í lok nóvember. Þau er ekki grunuð um aðild að málinu.

Flutningaskipið Rena brotnað í tvennt

Óttast er að olía geti ógnað lífríki við Nýja-Sjáland eftir að flutningaskip, sem strandaði þar fyrir þremur mánuðum, brotnaði í tvennt og olía losnaði úr skipinu. Skipið brotnaði síðastliðna nótt í vonskuveðri þegar 6 metra öldur skullu á því. Strand flutningaskipsins Rena er eitt stærsta og alvarlegasta umhverfisslys sem orðið hefur á Nýja-Sjálandi. Strax eftir slysið fyllti olía strendur landsins.

Segja bandaríska hermenn hafa pyntað fanga

Afganskir rannsóknaraðilar hafa komist að þeirri niðurstöðu í nýrri skýrslu að bandarískir hermenn hafi pyntað fanga í einu stærsta fangelsi landsins. Talsmaður rannsóknarnefndarinnar segir að mönnum hafi verið haldið án sönnunargagna, þeir barðir, látnir undirgangast niðurlægjandi líkamsleitir og látnir hýrast í fangaklefum í miklum kulda. Talsmenn bandaríkjahers segjast taka þessar ásakanir alvarlega og ætla að rannsaka þær. Fangelsið sem um ræðir er skammt frá aðaflugvellinum við Kabúl en Bandaríkjamenn höfðu áður lofað því að láta stjórn þess í hendur heimamanna í byrjun þessa árs.

15.000 manns veðurtepptir í Austurríki

Það eru fleiri en Íslendingar sem glíma við óvenjulegt fannfergi um þessar mundir, því íbúar Austurríkis eiga nú við mikil snjóþyngsl að stríða. Um 15.000 ferðamenn voru í gær veðurtepptir í skíðabrekkum landsins. Yfir 1 metra snjólag lá yfir landinu á fimmtudag. Snjórinn hefur valdið ringulreið á stórum hluta landsins og yfirvöld segja hættuna á snjóflóðum gífurlega.

Lýðræðinu reistar skorður

Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur verið stórtækur í breytingum á stjórnarskrá og öðrum mikilvægum lögum. Allt til að tryggja sjálfum sér og flokki sínum lítt takmörkuð völd til frambúðar, segja gagnrýnendur. Guðsteinn Bjarnason skoðar afrek Orbans, sem fyrir tuttugu árum var í fararbroddi lýðræðisbyltingar gegn þáverandi kommúnistastjórn landsins.

30 hæða hótel reist á 15 dögum

Verkamenn í Kína lögðu lokahönd á 30 hæða hótel 31. desember síðastliðinn. Þessi feiknabygging hafði verið reist á 15 dögum. Fullyrt er að þetta muni breyta byggingariðnaðinum til frambúðar á vefsíðunni treehugger.com. Tæknin sem notuð er minnir á leikfangabyggingar fyrir krakka eða jafnvel legó. Byggingunni er "kubbað" saman með fyrirfram gerðum einingum sem eru smíðaðar í verksmiðjum. Meira að segja gólfefnin eru fest á gólfin í verksmiðjunni og hæðunum er síðan raðað hverri ofan á aðra með einföldum hætti.

Versta flugslys Nýja-Sjálands í 30 ár

Loftbelgur hrapaði í dag á Nýja-Sjálandi og olli dauða 11 manna í versta flugslysi landsins í þrjátíu ár. Svo virðist sem kviknað hafi í loftbelgnum áður en hann hrapaði niður nærri Carterton, í um 80 km fjarlægð frá höfuðborginni. Flugmaðurinn og 10 farþegar létust allir. Slysið varð í logni og björtu og fallegu veðri á svæði sem þekkt er fyrir útsýnisferðir í loftbelgum. Flugmaðurinn var þekktur sem einn besti flugmaður svæðisins. Þetta er því mikið áfall fyrir loftbelga-iðnaðinn.

Kenna al-Qaida um sjálfsmorðssprengingu

Yfirvöld á Sýrlandi segja al Qaida standa fyrir sjálfsmorðssprengingu í höfuðborg landsins, Damaskus, í gær. Að sögn létust 11 manns í sprengingunni, 63 særðust. Auk þess hafa 15 afskornir líkamshlutar hafa fundist á svæðinu án þess að eigandi þeirra sé þekktur. Fórnarlömbin voru að mestu leyti óbreyttir borgarar. Árásarmaðurinn sprengdi sprengjubelti sem hann hafði um sig miðjan þar sem hann stóð milli þriggja rútubifreiða. Tveir fætur, hluti af höfði og sundurtætt innyfli var það eina sem eftir var að tilræðismanninum. Þessar leifar voru látnar liggja á götunni fram eftir degi áður en þær voru þrifnar upp og sendar í erfðafræðirannsókn.

Santorum talar gegn hjónabandi samkynhneigðra

Rick Santorum, einn þeirra sem sækist eftir útnefningu Repúblikanaflokksins til forsetaembættis Bandaríkjanna, hefur nú í annað skiptið á tveimur dögum ráðist til atlögu gegn hugmyndinni um hjónaband samkynhneigðra. Þegar hann talaði við nemendur heimavistarskóla í New Hampshire í gær sagði hann að það væri skárra að eiga föður í fangelsi en tvo foreldra af sama kyni. Hann fullyrti jafnframt að hjónaband væri ekki réttur heldur forréttindi, en þrír nemendur sem eiga samkynhneigða foreldra sátu undir ræðu Santorums. Baulað var á hann í háskóla þar sem hann viðraði svipuð viðhorf á fimmtudag. Hann hefur áður tekið sterkt til orða um samkynhneigða og líkti þeim meðal annars við barna- og dýraníðinga í viðtali árið 2003, að því er vefútgáfa bandaríska dagblaðsins Los Angeles Times greinir frá.

Giftingarhringur fannst í maga hunds

Hjón í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum hafa loks haft upp á giftingarhring sem hvarf fyrir stuttu. Hringurinn fannst í maga 10 mánaða gamals bassetshund.

Daniel Radcliffe sakbitinn vegna auðæva sinna

Leikarinn Daniel Radcliffe segist hafa fengið óhóflega borgað fyrir að leika í Harry Potter kvikmyndunum og að hann sé í raun með samviskubit vegna þess hve góð launin voru.

10 fallnir eftir sprengingu í Sýrlandi

Að minnsta kosti tíu fórust í sjálfsmorðssprengjuárás í borginni Damaskus í Sýrlandi í dag. Samkvæmt opinberum fréttamiðlum þar í landi eru 46 slasaðir eftir sprenginguna. Meirihluti þeirra sem létust voru óbreyttir borgarar.

Tíðni flugslysa í lágmarki

Fjöldi flugfarþega á síðasta ári var 2,8 milljarðar og farnar voru þrjátíu og átta milljónir flugferða.

Hitler var bjargað frá drukknun árið 1894

Sagnfræðingar í Þýskalandi telja að frásögn í gömlu fréttablaði þar í landi varpi nýju ljósi á skelfilegt slys sem Adolf Hitler lenti í á barnsaldri. Í blaðagreininni segir frá ungum pilti sem féll í gegnum ís í nágrenni við borgina Passau árið 1894.

Að minnsta kosti 72 létu lífið

Að minnsta kosti 72 létu lífið og yfir 60 særðust í fjölda sprengjuárása í tveimur hverfum sjía-múslíma í Bagdad í gær. Árásirnar ýttu enn frekar undir ótta heimamanna um auknar aðgerðir uppreisnarmanna eftir að bandarískir hermenn yfirgáfu landið í síðasta mánuði.

Um 670 ólöglega til Norðurlandanna

Norska sendiráðið í Manila á Filippseyjum var blekkt til að gefa út vegabréfsáritanir fyrir 670 filippseyska ríkisborgara sem gerðu þeim kleift að komast til Norðurlandanna. Sendiráðið gefur út áritanir til Danmerkur og Íslands þar sem hvorugt landið er með sendiráð í landinu. Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, segir að ekkert bendi til þess að fólk hafi komið hingað til lands á fölskum forsendum.

Vinnie Jones kennir fyrstu hjálp

Harðjaxlinn og fyrrverandi fótboltamaðurinn Vinnie Jones bregður sér í kunnuglegt hlutverk í nýlegri auglýsingu Hjartaverndarsamtökum Bretlands.

Munu reyna að fjarlægja 90 kílóa æxli

Bandarískir skurðlæknar munu á næstu dögum reyna að fjarlægja 90 kílóa æxli af fæti karlmanns frá Víetnam. Helmingslíkur eru á að aðgerðin muni heppnast.

Nakinn karlmaður í barnafataauglýsingu

Franski tískuvörusmásalinn La Redoute hefur beðist afsökunar á auglýsingu sinni fyrir strandfatnað barna. Nakinn karlmaður stóð í bakgrunni myndarinnar.

Raðmorðingi gengur laus í Kalíforníu

Þrír heimilislausir karlmenn hafa verið myrtir á síðustu tveimur vikum í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Yfirvöld í fylkinu segja að raðmorðingi hafi verið að verki og leiðbeina heimilislausu fólki í fylkinu að halda hópinn.

Hugrakkur ræningi braust inn á hótelherbergi Mike Tysons

Maður sem braust inn á hótelherbergi í Las Vegas hefur verið nefndur hugrakkasti innbrotsþjófur seinni tíma. Hann læddist um hótelherbergið á meðan hnefaleikakappinn fyrrverandi Mike Tyson svaf í einu herbergjanna.

Minnsta tölva veraldar til sölu á eBay

Frumgerð tölvunnar Raspberry Pi er nú á uppboði á vefsíðunni eBay. Tölvan er á stærð við kreditkort og býr yfir öllum helstu eiginleikum venjulegrar heimilistölvu.

Sjá næstu 50 fréttir