Erlent

Eitt sent selt á 172 milljónir

Bandarísk koparmynt frá 1793 var seld á 172 milljónir króna.
Bandarísk koparmynt frá 1793 var seld á 172 milljónir króna.
Bandarísk koparmynt frá árinu 1793 seldist fyrir 172 milljón króna á uppboði í Flórída.

Peningurinn er úr hópi smápeninga sem slegnir voru árið sem Bandaríkjamenn tóku upp eigin mynt og var áður í eigu bankamannsins Louis E. Eliasberg. Engin mynt hefur selst fyrir svo háa upphæð áður.

Um hundrað peningar frá sama tíma eru enn til en fáir í jafn góðu ásigkomulagi og sá er seldist í síðustu viku.

Á uppboðinu seldist einnig gullpeningur frá árinu 1892.- sm




Fleiri fréttir

Sjá meira


×