Erlent

30 hæða hótel reist á 15 dögum

Stillimynd úr myndbandinu.
Stillimynd úr myndbandinu.
Verkamenn í Kína lögðu lokahönd á 30 hæða hótel 31. desember síðastliðinn. Þessi feiknabygging hafði verið reist á 15 dögum. Fullyrt er að þetta muni breyta byggingariðnaðinum til frambúðar á vefsíðunni treehugger.com.

Tæknin sem notuð er minnir á leikfangabyggingar fyrir krakka eða jafnvel legó. Byggingunni er „kubbað" saman með fyrirfram gerðum einingum sem smíðaðar eru í verksmiðjum. Meira að segja gólfefnin eru fest á gólfin í verksmiðjunni og hæðunum er síðan raðað hverri ofan á aðra með einföldum hætti.

Byggingin er sögð þola jarðskjálfta upp á 9 á richter-kvarða. Hún er einnig sögð fimm sinnum sparneytnari á orku (án þess að tekið sé fram við hvað er miðað) og loftið tuttugu sinnum hreinna í henni. Þetta er því mikil undrasmíð.

Hér má sjá myndband af smíði hótelsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×