Erlent

Flugeldasýning fór úr böndunum í Tælandi

Flugeldasýning endaði með hörmungum í Tælandi þegar neistar komust í skottertu. Flugeldar tertunnar sprungu á þess að skjótast á loft.

Það tók tertuna tæpar 30 sekúndur að springa en flugeldasýningin átti að standa yfir í nokkrar mínútur.

Atvikið átti sér stað á baðströnd í Hua Hin í suðvesturhluta Tælands.

Hópur fólks fylgdist með flugeldasýningunni á ströndinni en þau áttu fótum sínum fjör að launa. Ekki er þó vitað til þess að einhver hafi slasast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×