Erlent

Raðmorðingi gengur laus í Kalíforníu

Raðmorðinginn hefur myrt þrjá heimilislausa karlmenn.
Raðmorðinginn hefur myrt þrjá heimilislausa karlmenn. mynd/AFP
Þrír heimilislausir karlmenn hafa verið myrtir á síðustu tveimur vikum í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Yfirvöld í Kalíforníu segja að raðmorðingi hafi verið að verki og leiðbeina heimilislausu fólki í fylkinu að halda hópinn.

Fórnarlömb raðmorðingjans voru allir miðaldra karlmenn og voru þeir stungnir til bana. Eitt morðanna náðist á öryggismyndavél og leita lögregluyfirvöld nú mannsins.

Talsmaður lögreglunnar sagði að morðinginn væri afar hættulegur og biðlar til almennings að hafa augun opin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×